Fimmtudagur 29. febrúar 2024

Hvað er eftirminnilegast á árinu sem var að líða?

Blaðamaður Tíguls heyrði í Trausta Hjaltasyni og forvitnaðist um hvað stóð uppúr á árinu 2021, taka skal fram að þegar spurt var spurt: Hvað er eftirminnilegast á árinu sem var að líða? ( fyrir utan Covid )

Mest stendur uppúr öll framkvæmdargleðin og trúin á samfélaginu sem einstaklingar og atvinnulífið hefur. Í vinnunni voru verkefnin mörg í þjónustu við sjávarútvegin, viðhald og framkvæmdir. Þar stóð helst upp úr að fá loksins loðnuvertíð og opnun á nýrri starfsmannaaðstöðu VSV.

Mikil lífsgæði komu með nýjum Herjólfi og skipið hefur siglt meira í Landeyjahöfn en áður, vorum við fjölskyldan dugleg að nýta okkur ferðatíðnina og skipta um umhverfi. Bæjarstjórnin stóð svo saman í að framlengja samninginn um rekstur Herjólfs.

Foreldrar mínir skiptu um húsnæði og fluttu enn nær okkur fjölskyldunni sem var skemmtilegt en á sama tíma skrítið að kveðja æskuheimilið.  Í pólitíkinni var mikið líf í flokk starfinu sérstaklega í kringum kosningarnar sem gefur vonandi góð fyrirheit.

Gaman var að sjá ÍBV tryggja sér sæti í efstu deild í fótboltanum og ég hafði gaman af því að fylgjast með KFS sem gekk vel í sumar. Verðmætt var að hafa náð að halda skemmtilegt árgangsmót og vel heppnaða árshátíð í vinnunni. 

Það er sannarlega margt að þakka fyrir og bjartir og skemmtilegir tímar framundan.

Stefnir þú á að bjóða þig fram til áframhaldandi setu í bæjarstjórn?

Ég hef ekki tekið ákvörðun um framhaldið, en mun gera það þegar nær dregur.

Trausti Hjaltason 

Framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search