Hvað er eftirminnilegast á árinu sem var að líða?

Blaðamaður Tíguls heyrði einnig í Helgu Kristínu skólameistara og spurði sömu spurningar og Írisi bæjarstjóra. Hvað er eftirminnilegast á árinu sem var að líða?

Árið 2021 var eftirminnilegt á svo margan hátt. Það sem manni þótti áður svo sjálfsagt er það ekki lengur og gleðst virkilega þegar tækifæri eru til að hitta fjölskyldu og vini og ég tala nú ekki um þann munað að geta farið í leikhúsið. Það sem stendur upp úr er skírn barnabarnanna en þau voru skýrð á yndislegum vordegi í Vestmannaeyjum og ánægjulegt að vinir og fjölskylda gátu verið viðstödd.  Vinnan í Framhaldsskólanum er mér ætíð ofarlega í huga þar náðum við frábærum árangri í baráttunni við brotthvarfið, fimm Grænum skrefum  og vel heppnuð árshátíð þar sem nemendur og starfsmenn settu Þjóðhátíð 2021 á svið var ekkert nema frábær.

 Af stjórnmálunum þótti mér ánægjulegt að Vestmannaeyjabær ætlar að taka þátt með öðrum sveitarfélögum í stafrænu samstarfi með það að markmiði að geta bætt þjónustu við bæjarbúa án þess að það þurfi að hækka álögur, löngu tímabær ljósleiðaravæðing bæjarins og hafin er vinna við stefnumótun í umhverfismálum.

Stefnir þú á að bjóða þig fram til áframhaldandi setu í bæjarstjórn?

Það er búið að vera lærdómsríkt að sitja í bæjarstjórn Vestmannaeyja stundum skemmtilegt og stundum minna skemmtilegt. Ég hef áhuga á að móta samfélagið sem ég bý í en við erum ekki búin að ákveða í mínum flokki hvernig framboðsmálum verður háttað.

Helga Kristín Kolbeins,

Bæjarfulltrúi og skólameistari FÍV.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search