Vefjur
Hráefni:
vefjur
majónes
sinnep
Beikon (má sleppa)
kjúklingur
Rifinn ostur
Sveppir
1 hvítlauksgeiri
ólífu olía
Ferkst salat
Aðferð:
Steikið beikonið eða bakið í ofni þar til það er tilbúið.
Skerið sveppina og steikið upp úr olíu þar til þeir eru nánast tilbúnir. Rífið hvítlaukinn niður og bætið á pönnuna, steikið í 1-2 mín og takið svo af pönnunni.
Skerið kjúklingabringur í bita, kryddið og steikið á pönnu.
Smyrjið veglegu magni af majónesi á vefjurnar og svolítið af sinnepi. Raðið salatinu fyrst og svo beikoni, kjúkling, rifnum osti og sveppunum á vefjurnar. Lokið vefjunum og skellið
í samlokugrill í nokkrar mínutur.