Laugardagur 24. febrúar 2024

Hvað á að gera við Blátind VE?

Það eru svo sannarlega skiptar skoðanir á því hversu merkilegur bátur Blátindur er og hvað eigi að gera við hann. Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í síðustu viku var lagt fram mat á varðveislugildi Blátinds VE 21 sem unnið var að undirlagi Minjastofnunar.

Að mati Helga Mána Sigurðssonar, formanns Sambands íslenskra sjóminjasafna, sem tók saman skýrsluna fyrir Minjastofnun,  hefur Blátindur, sem er friðaður sökum aldurs, tvímælalaust menningarsögulegt gildi fyrir stærstu verstöð Íslands, Vestmannaeyjar og sögu fiskveiða við Ísland. Báturinn er einn af 78 vélbátum með þilfari sem smíðaðir voru í Vestmannaeyjum á 20. Öld og sá eini sem eftir er. Hann var smíðaður í Dráttarbraut Vestmannaeyja of var Gunnar Marel Jónsson skipasmíðameistari yfir verkinu.

Blátindur tilheyrir þriðju kynslóð fiskibáta á eftir opnum árabátum og opnum vélbátum. Skrokklag bátsins of heildaryfirbragð er mjög klassískt og vísar ekki síst til fyrri hluta 20. Aldarinnar, 1920-1940, en einnig eldri tíma, m.a. kútteranna.
Hann var á sínum tíma meðal stærstu og glæsilegustu fiskiskipa í Vestmannaeyjum. Hann var fiskibátur alla tíð, gerður út á vetrarvertíðum og á sumarsíld fram á sjöunda áratuginn. Þá var hann einnig notaður  sem varðskip í Faxaflóa sumrin 1950 og 1951, búinn fallbyssu.

 Ástand bátsins
Báturinn fékk venjubundið viðhald meðan hann var í notkun, fram undir 1990. Þá var hann gerður myndarlega upp og færður í upprunalegt horf 2001. Næstu árin stóð hann á landi og lítið gert fyrir hann. Árið 2018 var honum komið í sýningarhæft ástand og komið fyrir á Skansinum. Þaðan losnaði hann í óveðri í ársbyrjun 2020 og sökk í Vestmannaeyjahöfn. Báturinn var hífður nokkrum dögum síðar og settur á land.

Þeim tveim sérfræðingum sem ástandsskoðuðu Blátind síðasta vetur, Guðmundi Guðlaugssyni og Ágústi Østerby, ber ekki saman um kostnað við að gera bátinn upp. Guðmundur segir að ekki sé raunhæf að gera hann upp vegna gífurlegs kostnaðar. Verkið sé mjög sérhæft og efniviður dýr og illfáanlegur og kostnaður ekki undir 100 milljónum króna. Ágúst vill hins vegar meina að báturinn sé heillegri en Guðmundur telji. Skrokkurinn sé mjög heillegur og það sem er neðanþilja í nokkuð góðu ástandi. Dekk og það sem er ofanþilja sé hinsvegar mjög illa farið og þurfi að endursmíða að miklu eða öllu leyti, meðal annars stýrishúsið. Þá vill Ágúst meina að kostnaður við viðgerðina yrði um helmingur þess sem Guðmundur áætlar.

Þegar allt er metið er niðurstaða Minjastofnunar að Blátind beri tvímælalaust að varðveita. Út frá varðveislusjónarmiði skiptir ekki höfuðmáli hvernig það sé gert. Þrír möguleikar eru í stöðunni.

  1. Að koma honum í skjól, þ.e. undir þak, í því ástandi sem hann er.
  2. Að koma honum í sýningarhæft ástand og hafa hann annað hvort innandyra eða utan.
  3. Að gera hann sjófæran og láta hann liggja við bryggju þegar hann er ekki í notkun

Að mati Helga Mána væri best að gera bátinn sjófæran en það er hinsvegar dýrasti kosturinn og eftilvill ekki raunhæfur.

En hvað finnst hinum almenna bæjarbúa að gera eigi við bátinn. Hvaða leið af ofan töldum finnst þér fýsilegasti kosturinn. Hvað finnst þér?

Hvað á að gera við Blátind VE?

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search