Það var brakandi blíða með smá golu á Bjórhátíð The Brothers Brewery þegar blaðamaður Tíguls kíkti við.
Við hittum á Jóhann Guðmundsson einn af eigendum Ölstofunnar The Brothers Brewery eða Jói eins og við köllum hann og hann fræddi okkur um hátíðina.
Alls eru saman komin tuttugu og þrjú brugghús þetta árið. Það eru sex erlend brugghús, tvö frá Bandaríkjunum og fjögur frá Skandinavíu, tvö frá Danmörku og tvö frá Svíþjóð.
Það er boðið upp á um fimmtíu tegundir af bjórum hvorn daginn og þá hátt í hundrað bjóra þessa tvo daga.
Einnig eru framleiðendur á ostum á svæðinu sem hafa látið osta liggja í bjór, eins og Togaranum og Gölla.
Boðið er upp á Hard seltser sem er áfengt sódavatn. Gísli frá Slippnum og Siggi frá GOTT voru á staðnum og buðu upp á ljúffenga rétti.
Alls eru fimm hundruð manns á hátíðinni í ár.