Humarloka Einsa kalda

Einn vinsælasti réttur á matseðli Einsa Kalda á síðasta ári var humarlokan. Við heyrðum í Einari á dögunum sem var á fullu að undirbúa sumarmatseðil fyrir veitingastaðinn en hann ætlar að opna fimmtudaginn 7. maí. Einar Björn var tilbúinn að gefa okkur uppskrift af humarloku sem tilvalið er að gera heima við.  

Uppskrift fyrir 2 samlokur

Útbúið paprikusalsa, lime majónes, skerið grænmetið og smjörsteikið humarinn áður en að samsetningu kemur. 

• 6 þunnar súrdeigsbrauðsneiðar (3 í hverja loku)

• Cheddarostasósa (sjá uppskrift)

• 4-6 parmaskinkusneiðar (eftir stærð)

• Paprikusalsa  (sjá uppskrift)

• 16  smjörsteiktir humarhalar  (skelflettur humar)

• Lime majónes (sjá uppskrift)

• Klettasalat

• ½ ferskt chili, skorið í þunnar sneiðar

• Granatepli

• Vorlaukur/graslaukur í sneiðum

1. Snúrdeigsbrauðsneiðarnar eru grillaðar í stutta stund áður en lokan er sett saman.

2. Neðsta sneiðin smurð með cheddar-ostasósu, parmaskinka sett þar ofan á og þar á eftir paprikusalsa

3. Hér kemur næsta brauðsneið og ofan á hana fer smjörsteiktur humar sem búið er að hræra saman við lime majónesið ásamt klettasalati. 

4. Að lokum kemur 3ja brauðsneiðin og hún er smurð með lime majónesinu og toppuð með frisee salati, chilisneiðum, granateplafræjum og vorlauk/graslauk.

Cheddarostasósa –  t.d. ostasósa sem er ætlað fyrir nachos

Paprikusalsa

• 1 x rauð paprika 

• 1 x rauðlaukur 

• 2 x tómatur (kjarnhreinsaðir)

• 4 x sólþurrkaðir tómatar

• 6 x döðlur

• 1 msk. söxuð steinselja

• Salt og pipar eftir smekk

• Ólífuolía til steikingar

1. Skerið allt hráefnið í þunna strimla og steikið upp úr ólífuolíunni stutta stund.

2. Lækkið þá hitann og leyfið að malla í um 20 mínútur og hrærið reglulega í á meðan.

Lime majónes

• 4 msk. majónes 

• ½ lime (safi og börkur)

1. Hrærið vel saman og geymið í kæli. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search