Hugvekja – Viðar Stefánsson

Í spádómsbók Habbakuks segir: Þótt fíkjutréð beri ekki blóm og vínviðurinn engan ávöxt; þótt gróði ólífutrésins bregðist og akrarnir gefi enga fæðu, […] skal ég samt gleðjast í Drottni og fagna yfir Guði hjálpræðis míns.

Að horfa á uppskeru sína er góð tilfinning. Maður fyllist þakklæti og gleði yfir því að vel hafi tekist til. Eins og gefur að skilja er ekki öll uppskera einföld og það tekur oft langan tíma að horfa á ávöxtinn koma af fræinu sem var sáð í upphafi.

Öll kennsla, hvort sem það er fermingarfræðsla, dönskufræðsla, ökukennsla eða annað, snýst um að sá fræjum. Að vitja þess bónda sem býr innra með hverjum og einum fræðara og sá fræjum þekkingar. Auðvitað er jarðvegurinn mismunandi, árstíðirnar eins og þær eru og síðan er hver bóndi eins og hann er. Þær plöntur sem sáð er eru að sjálfsögðu einnig sinnar gerðar: misharðar og hafa mismunandi aðlögunarfærni.

Í fermingarfræðslunni reynir á þetta allt saman og meira til. Það skiptir máli að haga fræðslu eins og hentar hverjum og einum þrátt fyrir að kjarni málsins þurfi ávallt að vera á hreinu: Guð fylgir þér og elskar þig eins og þú ert.

Við lifum á tímum þar sem við heyrum í sífellu og verðum jafnvel vitni af eineltismálum tengdum samfélags- og símnotkun barna og unglinga. Við megum heldur ekki gleyma að fulltíða fólk er ekki alltaf skárra. Við heyrum stöðugar yfirlýsingar héðan og þaðan að hver og einn sé einskis virði og um tilgangsleysi allra hluta. Ekki bara frá börnum, líka frá fulltíða einstaklingum.

Inn í þetta orðræðusamhengi, eða upphrópana öllu heldur, er mikilvægt að hafa þennan kjarna kristindómsins í huga. Guð fylgir þér og elskar þig eins og þú ert. Það þýðir þó ekki að þeir sem kúga eigi að gleðjast yfir því þar sem Jesús kennir einnig á sama tíma að hver og einn skuli koma fram við aðra eins og hann vill. Sá boðskapur skiptir ekki síður máli, sér í lagi fyrir leiðtoga samfélaga eða aðrar fyrirmyndir okkar eða fyrirmyndir barnanna okkar.

Við prestar Landakirkju höfum reynt að miðla þessum boðskap trúar okkar í fermingarfræðslunni í vetur. Vonandi hefur þeim fræjum verið sáð í góðan farveg og vonandi verður ávöxtur þeirra góður og safaríkur fyrir samfélag okkar sem þarf svo mikið á hvatningu, uppörvun og virðingu að halda.

Já fermingarbarnanna er ekki bara já við trúnni heldur einnig gagnvart því að tileinka sér hana og nota í daglegu lífi. Að njóta þeirra ávaxta sem trúin býður hverju mannsbarni og hverju lífi.

Amen.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search