Föstudagur 30. september 2022

Hugvekja frá Guðna – það er gaman að hugsa aftur til æskuáranna

26.12.2020

Kæru vinir og samferðafólk.

Það er með þakklæti sem ég skrifa ykkur þessa hugleiðingu og rifja það upp hvað englarnir sögðu við hirðana á Betlehemsvöllum og sungu ,,Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum“ (úr Jólaguðspjalli Lúkasar í Biblíunni). Í orðum englanna er svo mikil von, gleði og friður að það er eftirsóknarvert fyrir alla menn að skilja hvað þeir sögðu og hver er á bak við það allt saman. Í gegnum árin hef ég svo oft fengið að upplifa raunveruleika þessarra orða.

Það er gaman að hugsa aftur til æskuáranna hvernig jólin fylltu mann spenningi og tilhlökkun á svo marga vegu.

Ég á ljúfa minningu úr æsku, þegar eitt sinn rétt fyrir jólin, var bankað á dyrnar á æskuheimili mínu, Hól. Úti fyrir stóð maður og spurði eftir foreldrunum. Mamma kom og maðurinn spurði hvort við værum ekki með rosalega stórt jólatré því hann væri með svo stóran pakka. Heimilið var stórt, marga munna að metta og mikið að gera í undirúningi jólanna en það var einn hængur á, það var bara einn ísskápur og ekki of stór sem hafði lítið frystihólf svo það var erfitt að geyma mikinn mat.

Þar sem fjárráð voru takmörkuð eins og kemur fyrir á stórum heimilum, var fátt til ráða. Á Þessum tíma var það orðin viðtekin venja á Hól að biðja Guð um hjálp og opna leið þegar við vissum ekki hvernig ætti að leysa málin. En aftur að manninum sem stóð úti við dyrnar. Hann sagði svo ,, ég er nefnilega með svo rosalega stóran pakka“, við urðum mjög spennt og litum niður á götu. Út úr bílnum var dreginn þessi rosalega stóri kassi og þegar hann var kominn inn á gólf góndum við öll á hann og spurðum mömmu, frá hverjum er hann? 

,,Ég veit það ekki“ svaraði hún. Einmitt í því kom pabbi inn úr bakdyrunum svo hann fékk óskipta athygli fjórtán augna, og jafnvel kattarins líka, allir spurðu ,,varst þú að kaupa þetta?“ Haaa?, pabbi var ein augu og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, því að á miðju gólfinu stóð splunkuný fjögurhundruð lítra frystikista. Mamma stóð agndofa með tárin í augunum og við krakkarnir hlógum og dönsuðum af gleði yfir þessari miklu gjöf sem enginn vissi hver gaf og ég hef ekki enn hugmynd um.

Charles Spurgeon sagði eitt sinn ,,Ekki reyna að halda jól án þess að vilja öllum mönnum vel“. Með heilshugar undirtektum við þessi orð óska ég ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.

Guðni Hjálmarsson 

Forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is