Hugsar alltaf hlýtt til eyja – enda yndislegur staður að alast upp á

03.12.2020

Nordika heildverslun býður upp á fjölbreytt vöruúrval, til að mynda vacuum pökkunarvél, nuddvörur, hnífapör, pottasett, fallega hönnuð heimilistæki eins og örbylgjuofna, kaffivélar, brauðristar, matvinnsluvél, snjall ruslatunnur, líkamsræktartæki og margt fleira og allt er þetta á frábæru verði.

Eyjamaðurinn Júlíus Rafn Júlíusson rekur þessa fallegu heildverslun en hann er fæddur og uppalinn í Eyjum. Hann er sonur Júlíusar Ingibergssonar (Júlla á Reyni VE15) Móðir hans var Elma Jónsdóttir, skýrð Axelma en það nafn mátti aldrei nota. Afi Júlíusar var Ingibergur í Hjálmholti.

Hvernig stóð á því að opnaðir Nordika?

Júlíus glottir og segir: – Verður maður ekki að hafa eitthvað að gera svona á efri árum, en hann er fæddur 1954 og því 66 ára gamall en hann byrjaði með Nordika í júní í fyrra, 2019.

Þetta byrjaði allt á því að ég flutti inn sólskála sem hefur staðið af sé alla vinda og snjó og út frá því byrjuðum við að skoða ýmsar vörur til innfluttnings frá Asíu og síðar Evrópu.

Við sáum fljótt að það var góður markaður fyrir þær vörur sem við vorum að skoða og að það væri pláss fyrir okkur á markaðnum.

Hvernig hafa viðbrögðin verið við síðunni?

Viðbrögðin hafa verið framar vonum og umferð inn á síðuna fer sívaxandi. Við höfum fengið hrós frá fyrirtækjum sem við eigum viðskipti við fyrir síðuna og sömuleiðis hér innanlands.

Er einhver vara vinsælli en önnur?

Swan vörurnar eru þungamiðjan og mjög vinsælar en við höfum fengið góð viðbrögð við öllum okkar vörum, sérstaklega heimilisvörunum eins og pottasettum, hnifasettum, hnífapörum, blöndurum svo eitthvað sé upptalið. Síðan kom okkur mjög á óvart að líkamræktartækin hafa selst upp jafnharðan. Þá eru beltin greinilega mjög vinsæl nú fyrir jólin enda frábær gjöf.

Að lokum

Ég hugsa alltaf hlýtt til Eyja, þetta var yndislegur staður að alast upp á enda var þetta stærsti leikvöllur í heimi. Við höfðum bryggjuna, Sprönguna, fjöllin, hraunið og svarta kofann. Ég upplifði meira að segja stofnun skíðafélags í Eyjum. Ég hef búið að þessu alla tíð segir Júlíus að lokum.

Um afa Júlíusar

Það er gaman að segja frá því að afi Júlíusar (Ingibergur í Hjálmholti) var merkur karl og byrjaði eins og margir Eyjapeyjar snemma á sjó. Hann byrjaði strax eftir fermingu á m.b. Kára I. með Sigurði Þorsteinssyni og var síðar á ýmsum bátum. Bergur í Hjálmholti eins og hann var kallaður þótti alla tíð mjög vinstri sinnaður í stjórnmálum og leiðtogar í Ráðstjórnarríkjunum voru í miklu uppáhaldi hjá honum.

Um pabba Júlíusar

Árið 1935 byrjar pabbi Júlíusar formennsku á „Sæbjörgu,” eftir það er hann með eftirtalda báta: Ingólf VE, Karl VE, Vestra VE og Herjólf. Árið 1946 kaupir hann Reyni I. VE með bróður sínum og áttu þeir bræður bát þann fram yfir 1950, er þeir kaupa Reynir II VE. Júlíus var stjórnsamur formaður og góður sjómaður á allan hátt og er útgerð þeirra bræðra ein sú farsælasta í Eyjum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search