21.04.2020
Huginn VE 55 kom til Fuglafjarðar í dag og bíður nú löndun þar.
Tígull heyrði í Óskari Birgi og tók stöðuna á peyjunum.
Það er búið að ganga vel, ágætis veiði og gott veður sagði Óskar, við erum með 1800 tonn af Kolmuna en við erum núna í smá bið eftir fyrstu löndun okkar á Kolmuna, það eru þrjú skip á undan okkur.
Strákarnir láta sér ekkert leiðast og rölta um Fuglafjörð í rjómablíðu eins og sjá má á þessum flottu myndum frá Óskari.