05.03.2020 kl 11:15
Tígull heyrði í Óskari Birgi sem er um borð í Huginn VE
Hann segir að það sé búið að ganga vel hjá þeim og þeir séu á leiðinni í löndun í Kyllibegs á Írlandi.
Huginn VE landaði þar þrisvar í fyrra en þetta er fyrsti túrinn okkar í ár, við lögðum af stað um miðnótt og áætlaður komutími er um hádegi á morgun sagði Óskar að lokum.