Hugarfar og árángur

– Mikilvægir punktar frá Sigurjóni Erni –

Sigurjón Ernir er orðin nokkuð sjóaður í hlaupum hér á landi og leggur þar mesta áherslu á utanvegahlaup samhliða mikilli styrktarþjálfun og liðleikavinnu.

Sigurjón fer hér yfir nokkra punkta sem hann telur mikilvæga þegar kemur að hugarfari og árangir í hlaupum fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

1. Rétt hugarfar, gerðu þetta fyrir þig:

Það byrjar enginn í sínu besta hlaupaformi og margir eiga það til í að hugsa árangur út frá öðrum aðilum sem hafa náð lang í sportinu. Þú verður að finna hvað hentar þér hvað varðar magn, ákefð og tíma í vinnu og byggja ofaná það hægt og rólega.

2. Meira er ekki betra:

Það eru margir hlauparar að árangur í hlaupum náist ekki nema með því að hlaupa x-marga kílómetra eða x- oft í viku. Sigurjón hefur alltaf lagt áherslu á gæði framyfir magn og leggur áherslu á fjölbreytta þjálfun sem hann telur vera lykillinn að því að halda líkamanum góðum og fá ekki leið á hlaupum. 2-3 hlaupaæfingar í viku er nóg til að bæta hraða, úthald og getu í hlaupum, önnur þjálfun (hjól, styrkur, yoga og meira til) getur svo hjálpað líkamanum að vera í sem bestu standi samhliða hlaupum. 

3. Ákefð má alveg vera mikil, en þá verður hún einnig að vera mjög lítil á móti:

Líkaminn leytar alltaf að jafnvægi og á móti erfiðum gæðaæfingum er afar mikilvægt að taka mjög rólegar æfingar til að ná jafnvægi á kerfið/kroppinn, hreinsa út mjólkursýru og almenna þreytu í vöðvum. Dæmi: Þú hleypur 5 km á 165-175 púls í dag, þá er bæði mjög mikilvægt að taka gott og rólegt niðurskokk/göngu eftir slíka æfingu og hafa næstu æfingu á lágum púls (120-135) og ná líkamlegri ró.

4. Settu þér markmið:

Markmið geta verið eins mörg og þau eru mismunandi. Ég legg til að þú setjir þér mjög raunhæft markmið sem þú getur náð með nokkuri vissu. Dæmi gæti verið að hlaupa 10 km í Puffin Run þar sem þú ræður nokkuð vel við 5-6 km í dag. Það er fínn tími til stefnu og 10 km ættir þú að gera höndlað vel þegar kemur að hlaupi.

5. Liðleikavinna og styrktarþjálfun með hlaupum:

Þegar við stundum nokkuð einhæfa hreyfingu (já hlaup er frekar einhæf hreyfing á móts við aðrar íþróttir á borð við körfubolta, tennis og fleiri íþróttir). Íþróttir þar sem þú notar hendur jafnt sem fætur og vinnur að því að hreyfa líkamann fjölbreytt. Þegar við hreyfum okkur meira og minna alltaf með sömu hreyfingum dag eftir dag verða ýmsir vöðvar og liðbönd fyrir ójafnvægi sem við þurfum að huga að (líkt og að vinna allan daginn í sitjandi stöðu). Það er því mjög mikilvægt að stunda einhverskonar styrktarþjálfun og liðleikavinnu til að þjálfa aðra mikilvæga vöðva og liðbönd í líkamanum sem við notum í hlaupum jafnt sem okkar daglegu rútínu.

6. Horfðu rétt á líkamlega uppbyggingu í hreyfingu:

 Það eru eflaust allir sammála um það að það er mun skemmtilegara að sjá árangurinn strax og setja sér háleit markmið í stað þess að vinna lengi að hlutunum. Ef við yfirfærum uppbyggingu í hlaupum yfir í það að byggja hús þá vitum við að hús reysist ekki á einum degi. Það þarf að huga að ýmsum þáttum og það tekur allt sinn tíma. Þegar húsið er svo klárt þá geturðu alltaf bætt við húsið og stækkað það, sama á við um hlaupin. Í dag hleyp ég maraþon án undirbúnings, en ég er búinn að vinna  lengi í mínu húsi og þekki það inn og út.

7. Fjölbreytt, líf og fjör:

Hlaup líkt og aðrar íþróttir eru vænlegastar til árangurs þegar þér þykir gaman og sérð árangur erfiðisins samhliða æfingum. Hlauptu á tíma og reyndu að bæta hann seinna, taktu brekkuspretti, reyndu að hlaupa rólega 30 min undir 130 í púls og endurtaktu það svo seinna þar sem markmiðið er að hlaupa aðeins hraðar þessar 30 mín en áfram undir 130 í púls. Þjálfun þarf að vera fjölbreytt til að búa til skemmtanagildi, þú stjórnar alltaf hversu skemmtilegir hlutirnir eru. Þegar ég er gjörsamlega búin á því í Ultrahlaupi reyni ég að horfa á allt hið jákvæða í mínu lífi og brosa í gegnum tárin ;).

UltraForm bíður uppá fjölbreytta hlaupaþjálfun jafnt sem styrktar-æfingar í rækt og heima fyrir.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search