HSU sunnlendingar ársins 2020 – staða sjúkraþyrlunnar og augnlæknaþjónustunnar!

Heilbrigðismálin voru til umræðu á Bæjarráðsfundi síðasta miðvikudag. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri fór yfir nokkur mál sem eru í vinnslu og stöðu þeirra

Bæjarstjórn fól bæjarstjóra að kanna við heilbrigðisráðherra hvernig vinnu miðar við tilraunaverkefni um notkun sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu.

Tilraunaverkefnið með sjúkraþyrlunni seinkar vegna covid 19

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um svar heilbrigðisráðuneytisins dags. 22. desember sl., þar sem m.a. kemur fram að tveggja ára tilraunaverkefni með sjúkraþyrlu á Suðurlandi hafi átt að hefjast á miðju ári 2020 þegar búið væri að tryggja fjármagn til verkefnisins.

Vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu undanfarna mánuði, hafi ekki tekist að tryggja fjármagn til verkefnisins og frekari undirbúningur hafi þannig ekki farið fram.

Fækkun ferðamanna í kjölfar faraldursins hafi auk þess valdið því að þrýstingur vegna fjölda ferðamanna og slysa á Suðurlandi hefur minnkað en slíkt ástand er líklega tímabundið.

Heilbrigðisráðherra hafi fullan skilning á óþreyju íbúa Vestmannaeyja eftir sjúkraþyrlu og muni áfram vinna málinu brautargengi og koma því til framkvæmda.

Staðan á augnlæknaþjónustu í Vestmannaeyjum?

Auk þess greindi Íris Róbertsdóttir frá stöðu mála hvað varðar augnlæknisþjónustu í Vestmannaeyjum. Samningsgerð milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, þjónustuaðila og Sjúkratrygginga Íslands mun vera nánast lokið, en svo virðist sem lokahnykkurinn strandi á Sjúkratryggingum Íslands og því mikil hætta á að tímafrestur varðandi fjármögnunarloforð renni út áður en samningur klárast.

Bæjarráð óskar starfsfólki HSU til hamingju

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og hvetur heilbrigðisráðuneytið til að ráðast í tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurland sem fyrst.

Bæjarráð hvetur samningsaðila til að ljúka samningum hið allra fyrsta þannig að fyrirliggjandi fjármögnun á dýrum tækjabúnaði og upphafskostnaði hverfi ekki út um gluggann. Óeðlilegt er að samingur strandi á tæknilegri fyrirstöðu hjá Sjúkratryggingum Íslands þegar allar aðrar forsendur virðast liggja fyrir.

Loks vill bæjarráð óska starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til hamingju með útnefninguna; Sunnlendingar ársins 2020, skv. lesendum sunnlenska.is. Starfsfólk stofnunarinnar er vel að þessum heiðri komið. Bæjarráð vill beina sérstökum hamingjuóskum til starfsfólks HSU í Vestmannaeyjum, sem átti stóran þátt í að kveða niður Covid-19 bylgjuna í Vestmannaeyjum í vor.

Forsíðumynd: Halldór B. Halldórsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search