Á fundi framkvæmda- og hafnarráði síðastliðin þriðjudag greindi framkvæmdastjóri sviðsins Ólafur Þór Snorrason frá fyrirhuguðu útboði á viðhaldi og eftirliti með gatnalýsingu en HS veitur munu hætta þjónustu við gatnalýsingu frá og með næstu áramótum.
Niðurstaða ráðsins var að samþykkja að fela framkvæmdastjóra að bjóða út viðhald á gatnalýsingu.
Forsíðumynd: Bjarni ljósmyndari.