26.10.2020
Næstkomandi föstudag 30. október ætlar Grunnskóli Vestmanneyja að hafa hryllilegt hrekkjavökufjör í skólanum.
Þennan dag mega nemendur koma í búning.
Nemendum í Barnaskólanum stendur til boða að kaupa snúð og kókómjólk á 500 kr. og eða koma með öðruvísi nesti.
Nemendum í Hamarskóla er boðið að koma með öðruvísi nesti en nammi og gos er þó alveg bannað í báðum skólum.
Þetta er kjörið tækifæri til að brjóta upp hefðbundið skólastarf og gleðja nemendur sem er afar mikilvægt á þessum skrýtnu tímum.
Hugmyndin er að hafa bekkjarkvöld á skólatíma þar sem ekki er verið að hittast í slíku utan skólatíma.
Við vonum að þið foreldrar metið viljann fyrir verkið og við reynum í sameiningu að gera skemmtilegan dag á þessum skrýtnu tímum segir í tilkynningu frá stjórnendum skólans.
Hér má svo sjá myndir af skólaliðum í Hamarsskóla sem mæta oft á föstudögum í búningum, nemendum til mikillar gleði. Vel gert.

