Hrund Scheving Evrópumeistari í annað sinn

22.12.2020

Hrund Scheving er oftar kölluð móðir Crossfitins hér í Vestmannaeyjum en um helgina landaði hún Evrópumeistaratitli í ólýpískum lyftingum

Við heyrðum í Hrund og yfirheyrðum hana smá. 

Hvenær byrjaðir þú að æfa Crossfitt og þá ólympískar lyftingar ? 
Ég byrjaði að æfa Crossfit rétt eftir að ég átti strákinn minn og eru komin 13 ár síðan. Ég hef hins vegar lagt meiri áherslu á ólympískar lyftingar síðustu ár en það er aldrei hægt að hætta alveg í Crossfit og svo eru lyftingar stór partur af því.
Nú hefur þetta verið skrítið ár og ekki auðvelt að æfa ein inn í skúr.. hvernig hefur það gengið?
Já þetta hefur sko aldeilis verið skrítið ár, og má segja að síðustu tvö ár hafi verið frekar erfið. Í byrjun árs 2019 sleit ég hásin og hef verið að jafna mig á því, Sá bati hefur gengið mjög vel, segja þeir sem þekkja til. Mér finnst þetta hins vegar hafa tekið aðeins of langan tíma.
Um mitt sumar 2019 missti ég svo Madda pabba og hafa þætti tengdir því haft mikil áhrif á okkur fjölskylduna. Svo er það að sjálfsögðu þessi blessaði heimsfaraldur sem hefur gert það að verkum að flest mót hafa verið flautuð af. Við í landsliðinu höfum þó verið á undanþágu og höfum mátt æfa.
Til að ná þessum árangri, hefur þú æft meira enn venjulega, og hvað ertu að æfa oft í viku?
Maður æfir kannski ekki meira, en maður æfir öðruvísi. Maður er að taka meiri þyngdir og einbeita sér að því að vera sem sterkastur þegar kemur að móti. Annars æfi ég yfirleit fimm sinnum í viku í tvo til þrjá tíma, það er að segja ef næ að púsla því inn í fjölskyldu lífið. Við eigum fjögur börn og þetta getur verið hellings púsluspil. Hins vegar er þetta eitthvað sem börnin hafa alist upp við, já og karlinn. Þau eru einstaklega tillitsöm og hvetjandi. Stelpan mín kom til dæmis með mér á heimsmeistaramótið 2018 og það var einstakleg gott að heyra “MAMMA ÞÚ GETUR ÞETTA“ rétt áður en maður tók lyftu sem færið manni heimsmeistaratitil og heimsmet. Mamma mín og systur komu líka með mér þannig að stuðningurinn er ómetanlegur.
Hvernig er fyrirkomulagið á svona keppni ?  Því ekki er nú mætt á staðinn, er allt tekið upp eða hvernig er þetta gert ?
Venjulegt fyrirkomulag er þannig að maður mætir í vigtun snemma dags til að sjá í hvaða þyngarflokki maður keppir í. Svo þegar kemur að keppninni sjálfri þá hefur maður þrjár tilraunir til þess að gera snörun (snatch) og þrjár tilraunir til að gera jafnhendingur ( clean og jerk). Ef þú missir allar lyfturnar í snörun þá máttu ekki halda áfram keppni og færð ekki að taka jafnhendingu.
Það er því mikilvægt að velja réttar þyngdir og vera vel skipulag og vera búin að ákveða hvaða þyngdir á að taka. Singlair stig eru svo gefin fyrir tvær bestu lyfturnar ( bestu lyftu í snörun og bestu í Jafnhendingu).
Núna eru hins vega ekki svona mót, heldur eru þau on line. Í þessu tilfelli þá fengum við 4 klukkutíma fyrir vigtun og til þess að taka þessar sex lyftur. Vigtun og lyfturnar voru teknar upp og við sendar til dómara. Við fengum svo niðurstöður í gær (sunnudag).
Hvað var sigurlyftan þung ?
Ég náði 73 kg í snörun og 90 kg í jafnhendingu en fékk því miður ekki 95 kg lyftuna gilda en það hefið verið bæting á heimsmetinu mínu. Ég á best 78 kg í snörun og 94 í jafnhendingu en því náði ég á heimsmeistara mótinu 2018. Þar sló ég þrjú 18 ára gömul heimsmet og á þau en.
Hver er uppáhalds æfingin þín ?
Snörun er tæknilega erfiðari og því alltaf mjög gaman að bæta sig í því. Ég er hins vegar sterk og er því betri í jafnhendingu. Get eiginlega ekki gert upp á milli þeirra
Hvað hefur þú oft keppt og hvað hefur þú oft komist á pall ? 
Ég veit nú ekki alveg hvað mótin eru orðin mörg en með landsliðinu hef ég ekki enn komist á pall en þar er ég að keppa við alla aldurshópa og þessir “unglingar’ taka mig í nefið. Ég hef hins vegar alltaf unnið þegar ég hef keppt í mínum þyngdarflokki í  master (öldunaflokki)
Hvað er framundan hjá þér í keppnum ?
Það er búið að hætta við heimsmeistaramótið sem átti að vera í Japan 2021 þannig að það eru engin mót framundan nema hérna á Íslandið. Aðal markmiðið er að halda sér í landsliðshópnum og fá að taka þátt í þeim mótum sem eru á þeirra vegum en eins og ég segi þá eru þessir “unglingar“ öfga góðir og því mikilvægt að gamla (ég) haldi mér við efnið.
Eru margir Íslendingar að keppa ? 
Við vorum þrjár saman að keppa á Evrópumótinu í ár og unnum við allar okkar flokk. Íslenskar “gamlar“ konur er geggjað sterkar og það eru forréttindi að fá að vera eina af þeim. Þetta er frábært sport og hvet ég alla til að prufa. Þetta reynir á einbeitingu, aga, styrk og svo er þetta geggjað gaman segir Hrund að lokum.
Stuðninghópur Hrundar úti 2018 á Heimsmeistaramótinu

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search