Hröðustu Eyjar í heimi!

1.júlí 2020

Hröðustu Eyjar í heimi?

– 5G er margfalt hraðara en Ljósnetið sem flestir Eyjamenn nota í dag

– Eyjar eru fyrsti bærinn til að 5G-væðast í heild sinni hér á landi

– 5G hraði jafnast á við öflugustu ljósleiðaratengingar þar sem þú getur hlaðið niður allt að 2,3 GB á sekúndu og svartíminn er undir 10 millisekúndur.

Vestmannaeyjar eru orðnar hröðustu eyjar landsins og jafnvel heimsins en Nova hefur nú komið upp 5G sendum í Eyjum sem margfalda munu mögulegan nethraða heimila í bænum frá því sem áður var. Bærinn er sá fyrsti til að 5G-væðast í heild sinni hér á landi en Nova vinnur nú að því að byggja upp þjónustusvæði 5G á landinu öllu. 5G er enn aðeins komið á ákveðnum svæðum í höfuðborginni en á heimsvísu er 5G væðingin aðallega bundin við stórborgir og stærri þéttbýlissvæði. Því er ekki loku fyrir það skotið að Vestmannaeyjar séu í dag með mesta nethraða allra minni eyjasamfélaga í heiminum.

Tíföldun á flutningsgetu

5G þjónusta Nova fór í loftið í byrjun maí en prófanir höfðu staðið yfir hjá fyrirtækinu í rúmt ár. 5G hefur verið að ryðja sér hratt til rúms í heiminum en hraði og flutningsgeta gagna með 5G er um tífalt meiri en á 4G kerfinu. Nova er eina fjarskiptafyrirtækið sem er byrjað að bjóða upp á 5G hér á landi en samhliða innleiðingunni á 5G mun Nova fasa út 3G fjarskiptakerfi fyrirtækisins. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að taka niður síðasta 3G sendinn fyrir lok árs 2023.

Hittu Nova í Eyjum!

Sérfræðingar Nova verða í Pennanum Eymundsson í Vestmannaeyjum dagana 3.-7. júlí næstkomandi og munu aðstoða fólk sem vill komast í háhraða 5G samband. 

Benedikt Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjarskipta hjá Nova: „Vestmannaeyjar hafa verið keyrðar alfarið á 4,5G sendum en 5G býður upp á meiri afköst, gífurlega hratt streymi, styttri svartíma, og niðurhal á ofurhraða. Eyjarnar eru því í dag með mestu mælanlegu afkastagetu þegar kemur að þráðlausum fjarskiptum. Flestir í Vestmannaeyjum nota um þessar mundir Ljósnet þar sem hámarkshraði heimatengingar er 50 Mb/s en 5G mun að jafnaði skila 150-200 Mb/s hraða á sekúndu og fara reglulega upp fyrir 1.000 Mb/s sem er með hröðustu tengingum á markaðnum í dag. 5G hraði jafnast á við öflugustu ljósleiðaratengingar þar sem þú getur hlaðið niður allt að 2,3 GB á sekúndu og svartíminn er undir 10 millisekúndur! Þessi hraði í gagnaflutningum gerir mögulegt að framkvæma ýmsa hluti sem lengi hafa verið taldir til vísindaskáldskapar, svo það er spennandi að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.“

Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova: „Við hjá Nova höfum átt gott samband við Eyjar í gegnum árin og höfum t.a.m. sett upp búnað þar fyrir hverja Þjóðhátíð til að mæta auknu álagi á kerfið. Við erum spennt að þjónusta Eyjamenn ennþá betur og koma þeim í hraðasta netsamband sem til er á markaðnum í dag. Eyjar verða þá líklega orðnar hröðustu eyjar í heimi!“

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search