20.03.2020
Það er frábært að sjá að heilsufólkið okkar á eyjunni heldur öllum við efnið og í dag ætlar Hressó líkamsrækt að sýna beint frá Tabatatíma sínum með Jóhönnu Jóhanns kl 12:00. Það er líka hægt að mæta og taka þátt en jú aðeins takmarkaður fjöldi má mæta og verður því að skrá sig. Hérna má sjá skilaboðin af facebooksíðu Hressó: ( Hressó líkamsrækt )
Góðan dag kæru viðskiptavinir.
Stóra Hressó hefur opnað og verður opið til kl. 17.00 í dag
Í hádeginu er Tabatatími með Jóhanna Jóhannsdóttir – Hægt er að mæta í tímann með því að skrá sig, (takmarkaður fjöldi) en einnig verður tíminn sýndur LIVE hér á facebook síðu Hressó. Þetta verður body wheigt tími, þar sem allur líkaminn er tekin fyrir ásamt góðri brennslu. Það geta allir tekið þátt heima í stofu líka 🙂 Við hvetjum alla til að vera með- það er fátt betra fyrir líkama og sál 🙂
Íþróttahúsinu hefur verið lokað tímabundið vegna smits – Það á við um litla Hressó líka – þar er lokað tímabundið en allir eru velkomnir að æfa í stóra Hressó.