Hressir og uppátektasamir nemendur hafa lífgað upp á tilveruna

Gísli hefur kennt við FÍV í nítján ár og einnig prófdómari við Vélskólann í þó nokkur ár þar áður

Við tókum létt spjall við Gísla

Gísli Sigurður Eiríksson er giftur Sigþóru Jónatansdóttur og eiga þrjú börn, Önnu Sigríði, Jónatan og Bryndísi Ýr. Gísli er vélfræðingur að mennt og hefur starfað sem kennari á Vélstjórnar- og málmiðnaðarsviði við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum nú í nítján ár. En hafði verið prófdómari við Vélskólann og síðar Framhaldsskólann í þó nokkur ár áður en hann fór að kenna.

Gísli er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og hefur búið hér alla tíð utan tveggja ára þegar hann var við nám í Vélskóla Íslands í Reykjavík þaðan sem hann útskrifaðist úr vélstjórn gosárið 1973.

Áhugamál Gísla hafa fyrst og fremst tengst starfinu og öllu sem því við kemur þó finnst mér oft gaman að taka létta skák og/eða brasa eitthvað með góðum vinum segir Gísli.

Við spurðum Gísla hvar að hans mati væri fallegasti staðurinn á Íslandi?
Þessa spurningu er óþarfi að spyrja mann sem fæddur er og uppalinn í Vestmannaeyjum, en fyrir utan eyjar þá er bæjarstæðið á Djúpavogi fallegt og Lónsöræfin alveg sérstök.

Best líður Gísla hér heima með fjölskyldunni, góðum félögum og hafa nóg að gera.

Gísli var áður til sjós á ýmsum bátum hér í eyjum. Meðal annars á Herjólfi II frá því hann var smíðaður 1976. Lærði hann vélvirkjun í vélsmiðjunni Magna. Rak verslunina Eyjakjör um tíma með systur sinni og mági. Einnig starfað hann á sumrin við afleysingar sem vélstjóri á sjó og á Lóðsinum.

Finnst þér mikil breyting/þróunn á þessum árum frá því þú byrjarði?
Já það hafa orðið töluvert miklar framfarir og breytingar sem eru sjáanlegar. Sérstaklega hvað varðar stýringar og sjálfvirkni á vélbúnaði og reyndar, breytingar sem ekki eru eins sýnilegar eins og t.d. þróun skipsskrúfunnar. Hvað varðar vélstjórnarnámið þá hafa líka orðið talsverðar breytingar þar, t.d. voru nemendur töluvert eldri og reyndari heldur en núna.

Hefur þú tölu á því hvað þú hefur útskrifað marga nemendur?
Nei hef ekki hugmynd um það en þeir eru orðnir þó nokkuð margir. Ég tel að meirihluti þeirra vélstjóra sem eru á eyjaskipunum eru úr nemendahópnum sem hófu sitt nám hér í eyjum.

Eru það margar konur sem hafa lokið þessu námi hér í Eyjum?
Nei því miður eru þær ekki margar og í augnablikinu man ég bara eftir tveim stelpum, önnur þeirra kláraði hér í eyjum og tók stúdentinn í leiðinni en er núna í verkfræði í HR.

Er eitthvað sem stendur upp úr eftir öll þessi ár?
Frábærir samstarfsfélagar og góðir vinir. Eftir að ég byrjaði í kennslunni þá hafa komið í gegnum tíðina nokkrir hressir og uppátektasamir nemendur sem hafa lífgað upp á tilveruna. Þeir hafa verið lifandi og brotið upp grámygluna, hafa ekki alltaf farið troðnar slóðir við lærdóminn eða verið sammála kennaranum. Það er alltaf gaman og lifandi að taka þátt í því með þeim, sjá breytingarnar þegar þeir róast aðeins og þroskast. Það gefur lífinu tilgang sérstaklega þegar þokkalega tekst til hjá báðum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search