27.05.2020
Laugardaginn 30. maí n.k. verður almennur hreinsunardagur á Heimaey.
Félagasamtök og aðrir hópar hafa verið afar duglegir að taka þátt í deginum. Forsvarsmenn félaga/hópa eru beðnir um að hafa samband við félagsmenn sína og boða þátttöku félagsins til Umhverfis- og framkvæmdasviðs, á netfangið umhverfissvid@vestmannaeyjar.is.
Vestmannaeyjabær hvetur aðrar stofnanir og fyrirtæki til að huga að nærumhverfi sínu og efna til hreinsunar. Hægt verður að nálgast ruslapoka í Áhaldahúsinu frá kl. 10.00 nk. laugardag.