Hreyndýr

Hreindýrakvóti ársins 2021

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta fyrir 2021 að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1.220 dýr á árinu, 701 kú og 519 tarfa.

Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til 15. september, en þó getur Umhverfisstofnun heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til 20. september.

Fyrstu tvær vikur veiðitímabilsins er veiðimönnum gert að forðast í lengstu lög að fella mylkar kýr svo draga megi eftir megni úr áhrifum veiðanna á kálfa. Þess í stað eru veiðimenn eindregið hvattir til að veiða eingöngu geldar kýr. Er í þessu sambandi bent á hlutverk og skyldur leiðsögumanna við að aðstoða og leiðbeina veiðimönnum við val á bráð.

,,Undanfarin veiðitímabil hef ég lagt ríka áherslu á að veiðimenn verði eindregið hvattir til þess að hlífa mylkum kúm fyrstu tvær vikur veiðitímans. Veiðitölur sýna að sú hvatning hefur skilað árangri. Mikilvægt er að viðhalda þessum árangri þó svo veiðiráðgjöf stofnana ráðuneytisins geri ráð fyrir að heimilt sé að veiða hreinkýr frá 1. ágúst nk.“, sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.

Þá eru veturgamlir tarfar alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tarfa sem eru tveggja vetra og eldri.

Óheimilt er að veiða kálfa.

Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda.

Líkt og fyrri ár skiptist veiðin milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar í meðfylgjandi auglýsingu.

Umhverfisstofnun auglýsir og sér um sölu allra veiðiheimildanna.

Auglýsing um hreindýraveiðar 2021

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search