Miðvikudagur 7. júní 2023

Hrefna Valdís Guðmundsdóttir ráðin í stöðu héraðsskjalavarðar á Skjalasafni Vestmannaeyja

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Hrefnu Valdísi Guðmundsdóttur sem héraðsskjalavörð á Skjalasafni Vestmannaeyja.

Hrefna er fædd og uppalin í Eyjum og hefur búið þar alla tíð. Hún er með stúdentspróf frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum ásamt því að hafa lokið prófi sem sjúkraliði frá sama skóla.

Þá er hún með BA próf í þjóðfræði ásamt diplómu í hagnýtri skjalfræði frá Háskóla Íslands en það nám er ætlað þeim er hyggjast vinna við skjalavörslu og skjalastjórn, m.a. á opinberu skjalasafni. Starfsferill hennar hófst eins og margra hér í bæ í vinnuskólanum en í fiskvinnslu byrjaði hún 12 ára gömul.

Um tvítugt réð hún sig á Hraunbúðir við aðhlynningu og síðar sem sjúkraliði á Sjúkrahúsinu. Hrefna hefur starfað í Safnahúsi Vestmannaeyja frá árinu 2012, lengst af við Ljósmyndasafnið. Síðasta eitt og hálft árið hefur hún haft umsjón með Skjalasafninu, fyrst í veikindum héraðsskjalavarðar og síðar er sá sagði sig frá stöðunni. Hrefna hefur því víðtæka þekkingu í námi og starfi á Skjalasafninu.

Hrefna hefur störf sem héraðsskjalavörður hinn 1. janúar nk.

Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja er eitt af söfnum Safnahússins.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is