Hraunbúðir munu fylgja öðrum hjúkrunarheimilum eftir hvað varðar um slaka á heimsóknarbanninu

15.04.2020

Stjórnendur Hraunbúða sátu vikulegan samráðsfund hjúkrunarheimila og almannavarna í morgun þar sem m.a var rætt um tilslakanir á heimsóknarbanninu.  Við þurfum að halda þetta út fram til 4.maí því engum hömlunum verður aflétt fyrr en þá.  Það er mikilvægt að halda árvekni þó nokkrir dagar séu síðan smit greindist í bænum okkar.

Eftir 4.maí stendur til að gera tilslakanir að því gefnu að sá góði árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn Covid 19 haldist. 

Í hvaða formi þær tilslakanir verða, verður greint frá í næstu viku og munum við upplýsa ykkur um það um leið og þær liggja fyrir.  Það eru alveg nokkrar góðar hugmyndir komnar fram.  Hraunbúðir munu fylgja öðrum hjúkrunarheimilum eftir hvað þetta varðar.  Munum að við þessar ákvarðanir er verið að horfa á lágmörkun á áhættu á að smit berist inn á heimilið og heilsa íbúa er alltaf í fyrsta sæti.  En mikið verður nú ljúft þegar samverustundirnar verða orðnar að veruleika á ný, því félagsleg og andleg heilsa skiptir jú líka gífurlega miklu máli. 

Þetta kemur fram á heimasíðu Hraunbúða – forsíðumynd Heiða Egislsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search