01.06.2020
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skrifaði í dag undir samning við handknattleiksdeild ÍBV.
Hrafnhildur Hanna er vel þekkt hjá handboltaáhugamönnum en hún kemur til ÍBV frá franska liðinu Bourg-de-Péage.
Hrafnhildur Hanna er fædd og uppalin á Selfossi 14.maí árið 1995. Hanna á sterkar tengingar til Eyja en báðir foreldrar hennar eru fædd í Vestmannaeyjum.
Hrafnhildur Hanna, sem er 25 ára gömul, hefur leikið með uppeldisfélagi sínu Selfossi frá árinu 2011 þar til hún gekkst til liðs vð Bourg-de-Péage á síðasta ári. Hún hefur verið algjör lykilmaður hjá liðinu og einn allra besti leikmaður úrvalsdeildarinnar. Hún var markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar 2015 til 2017 og skoraði 101 mark í 14 leikjum í vetur þegar Selfoss féll úr deildinni.
Hrafnhildur Hanna hefur spilað með íslenska landsliðinu frá árinu 2014.
Velkomin til ÍBV Hrafnhildur Hanna.