Hræðilegt slys í Eyjum var kveikjan að stuttmynd

11.05.2020

Signý Rós hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi leikstjórn í New York og stefnir á Óskarinn

Signý Rós Ólafsdóttir hlaut nýverið verðlaunin Outstanding woman director á kvikmyndahátíðinni Winter Film Awards International Film Festival í New York. 40 stuttmyndir börðust um hylli dómnefndar í flokknum, aðeins fjórar þeirra voru tilnefndar og það var myndin Hafið ræður sem hin tvítuga Signý Rós leikstýrði sem kom, sá og sigraði. Vefurinn Fréttanetið.is sló á þráðinn til þessarar upprennandi stjörnu íslenskrar kvikmyndagerðar sem hefur nýtt samkomubannið  vel.

„Ég var í Berlín þegar kórónuveirufaraldurinn skall á þar sem ég ætlaði að vera í nokkra mánuði en kom heim og hef nýtt tímann vel til að klára tvö handrit af stuttmyndum sem ég og Ásta vinkona mín ætlum að taka upp núna í maí og meðfram því hef ég líka verið að skrifa sjónvarpsþætti sem landsmenn munu vonandi sjá á skjánum fyrr en síðar. Svo leikstýrði ég líka tveimur stuttmyndum í byrjun þessa árs á vegum KrakkaRúv, þær eru núna í eftirvinnslu.“

Signý segir að þeim hafi verið vel tekið í Eyjum.

„Heimamenn voru alltaf til í aðstoða okkur, lána okkur húsnæði, bíla og leika í myndinni. Við hittum og spjölluðum við fólk sem átti ólíkar sögur og upplifanir frá þessum degi; manninn sem fann fötin á klettinum, fólk sem tók þátt í að leita að Alexander, þann sem tók á móti fjölskyldunni á sjúkrahúsinu o.s.frv og fengum þannig betri innsýn í hvernig þessi hræðilegi dagur í Vestmannaeyjum var.“

Hvernig kom það til að hún ákvað að gera mynd um slysið?

„Ég byrjaði í Kvikmyndaskóla Íslands haustið 2017 og ákvað strax á fyrstu önninni að gera stuttmynd um þetta. Mamma sagði mér frá þessu hörmulega slysi fyrir mörgum árum og síðan þá, má kannski segja, að ég hafi verið með þetta á heilanum. Þegar ég byrjaði svo í Kvikmyndaskólanum ákvað ég að þarna væri tækifærið til að koma sögunni í myndform. Ég fékk þá Ástu Jónínu Arnardóttur, sem sá um kvikmyndatöku og klippingu í myndinni, með mér í lið, og við hjálpuðumst að við að móta hugmyndina,” útskýrir hún og bætir því við að þær Ásta vinni mjög vel saman, hafi gert samtals sex myndir í sameiningu og að Hafið ræður sé sú stærsta en myndin var frumsýnd í Bíó Paradís í maí 2019 á útskriftarsýningu Kvikmyndaskólans.

Nánar má lesa viðtalið inn á fréttanetid.is

forsíðumynd skjáskot frá vef winterfilmawards.com

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search