Miðvikudagur 24. júlí 2024

Hörkuveiði eftir eltingaleik við makrílinn

„Heldur brösuglega gekk hjá okkur fyrstu tvo sólarhringana. Við leituðum að makríl í Síldarsmugunni, út undir mörkum norskrar lögsögu en fundum lítið. Svo röðuðu skipin sér upp og leituðu skipulega norður eftir, fundu fisk og köstuðu. Margir fengu 400 tonn og allt að 600 tonnum. Hörkuveiði sem sagt á þeim bletti. Þetta er mjög fínn fiskur með litla átu,“ sagði Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE, við Ingólfshöfða undir miðnættið á leið til Eyja.

Gert var ráð fyrir að skipið kæmi til hafnar um sjöleytið í morgun og þá hæfist löndun og vinnsla þegar í stað. Hlé hefur verið á makrílvinnslu VSV frá því á fimmtudaginn var en nú fer allt í gang á nýjan leik. Kap kom með 930 tonn og Ísleifur VE er á landleið líka með 1.100 tonn.

„Ísleifsmenn eru 16-18 tímum á eftir okkur. Þeir komu beint í veiðina á svæðið þar sem við vorum fyrir og fengu mjög góðan afla þar og á öðrum bletti,“ sagði Jón Atli.

„Þetta getur verið umtalsverð leit og eltingaleikur. Það finnast makrílblettir og þá kemur allur flotinn og veiðir. Núna vorum við það nálægt lögsögumörkum Noregs að makríllinn gat farið inn í norska lögsögu í skjól og komið svo aftur út í Smuguna á öðrum stöðum.

Síldarsmugan er mjög stór og ekki auðvelt að finna blettina þar sem fiskurinn heldur sig á hverjum tíma. Á landleiðinni núna sáum við til að mynda vaðandi makríl í Smugunni miðri, hátt í 100 mílur frá þeim stað þar sem við vorum við veiðar.“

Þetta kemur fram á vef Vinnslustöðvarinnar

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search