Handbolti íbv kvenna

Hörku leikur í gær hjá handbolta stelpunum okkar

Á facebooksíðu ÍBV Handboltans er farið yfir leik gærdagsins:

Stelpurnar okkar hófu leik aftur í Olís deild kvenna í gær með alvöru toppslag gegn Fram

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en okkar konu höfðu yfirhöndina. Staðan að honum loknum 13-14, ÍBV í vil.

Síðari hálfleikur fór svipað af stað en á 35. mínútu skyldu aðeins leiðir og Fram konu tóku aðeins völdin en þær náðu mest 4 marka forskoti. Stelpurnar okkar sýndu mikinn karakter og komu til baka og jöfnuðu leikinn 25-25 á 57. mínútu. Fram skoraði eina markið sem skorað var eftir það í leiknum og fóru með sigur af hólmi 26-25.

Hörkuleikur sem hefði getað dottið báðum megin og margt gott sem lið ÍBV getur tekið út úr leiknum þrátt fyrir svekkjandi tap.

Marta varði stórkostlega í markinu með 14 skot varin (46,7%) og Darija varði 3, þar af 1 víti (23,1%).

Mörk ÍBV skoruðu:
Sunna 7, Ásta Björt 5, Ester 3, Birna Berg 3, Lina 3, Kristrún, Harpa, Elísa og Bríet 1 mark hver.
Meðfylgjandi er mynd sem var tekin fyrir leikinn (fengin úr myndasafni JGK)

Áfram ÍBV
Alltaf, alls staðar!

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is