Á facebooksíðu ÍBV Handboltans er farið yfir leik gærdagsins:
Stelpurnar okkar hófu leik aftur í Olís deild kvenna í gær með alvöru toppslag gegn Fram
Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en okkar konu höfðu yfirhöndina. Staðan að honum loknum 13-14, ÍBV í vil.
Síðari hálfleikur fór svipað af stað en á 35. mínútu skyldu aðeins leiðir og Fram konu tóku aðeins völdin en þær náðu mest 4 marka forskoti. Stelpurnar okkar sýndu mikinn karakter og komu til baka og jöfnuðu leikinn 25-25 á 57. mínútu. Fram skoraði eina markið sem skorað var eftir það í leiknum og fóru með sigur af hólmi 26-25.
Hörkuleikur sem hefði getað dottið báðum megin og margt gott sem lið ÍBV getur tekið út úr leiknum þrátt fyrir svekkjandi tap.
Marta varði stórkostlega í markinu með 14 skot varin (46,7%) og Darija varði 3, þar af 1 víti (23,1%).
Mörk ÍBV skoruðu:
Sunna 7, Ásta Björt 5, Ester 3, Birna Berg 3, Lina 3, Kristrún, Harpa, Elísa og Bríet 1 mark hver.
Meðfylgjandi er mynd sem var tekin fyrir leikinn (fengin úr myndasafni JGK)
Áfram ÍBV
Alltaf, alls staðar!