Vetrarstarfið hjá Vinum í bata hefst í dag, mánudag 13. september með kynningarfundi í fræðslustofu Landakirkju kl. 18.30.
Í kjölfarið verða opnir fundir 20. og 27. september eftir það hefst hin eiginlega sporavinna. Notuð er vinnubókin 12 sporin Andlegt ferðalag.
Vinir í bata er hópur fólks – karla og kvenna – sem tileinka sér Tólf sporin sem lífstíl. Við höfum verið á okkar andlega ferðalagi með öðru fólki og hvert með öðru og falið Guði að vera leiðsögumaðurinn.
Sjá nánar á www.viniribata.is.
Allir velkomnir. Nafnleynd og trúnaður, segir í tilkynningu.
Forsíðumynd: Halldór Ben. 01.07.2021