Hópur frá Eyjum á King of Hammer | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Kubbur

Hópur frá Eyjum á King of Hammer

Þann 25. janúar héldu Guðni Grímsson, Magnús Sigurðsson, Dagur Steinn Magnússon, og Grétar Már Óskarsson til Bandaríkjana til að taka þátt í keppninni King of Hammer. King of the Hammers er ein stærsta utanvegarakstursíþróttahátíð sem á sér stað í eyðimörk í Johnson Valley í Kaliforníu. Þetta er 14. árið sem þessi hátíð er haldin og stendur hún yfir í eina viku, og er keppt í allskonar greinum. Í eyðimörkinni safnast saman áhugafólk allstaðar að og eru um 100.000 manns sem mæta á svæðið og keppa. Magnús Sigurðsson er eigandi og ökuþór bílsins. Guðni Grímsson er liðstjóri og sá um að plana þetta allt saman, flug og gistingu fyrir liðsmenn, skráningar í keppnina og kaup á varahlutum. Fyrstu dögunum var eytt í Memphis til þess að klára að gera bílinn Kubb tilbúinn fyrir KOH því var hann ekki útbúinn samkvæmt reglum. Þeir fóru á fullt í að uppfæra allt í bílnum svo hann væri löglegur. En Kubbur hafði verið þar síðan síðasta keppni var haldin. Þau Kristín Hartmannsdóttir og Grímur Guðnason flugu út 1. febrúar til að fylgjast með keppninni en þau fóru beint í eyðimörkina.

Nöfnin á þeim sem að fóru út og aðstoðuðu við keppnina: Magnús Sigurðsson, Guðni Grímsson, Baldur gíslason, Kristín Hartmannsdóttir, Bæring jóhann Björgvinsson, Grìmur Guðnason, Bjarni sigfússon, Dagur steinn Magnússon, Grètar Màr óskarsson, Einar Sigurðsson, Brynjar Pètursson sem og vestmanneyingurinn Björgvin Hlynsson sem aðstoðaði í undirbúningnum í Memphis en komst ekki à keppnina.

46 tímum síðar…46 hours later…. almost ready and running

Posted by Kubbur on Tuesday, January 28, 2020
Allt að gerast!

Næst var haldið til Johnson Valley þar sem keppnin var haldin sem var ágætis ferðalag.

Það var komið að prufukeyrslunni. Í eyðimörkinni er ekkert símasamband og því er komið VHF talstöð fyrir í Kubbnum og þjónustubílnum svo það sé hægt að hafa einhver samskipti. Keppnishaldarar setja GPS tæki á toppinn á keppnistækjunum til þess að keppnishaldarar og áhorfendur geti fylgst með á samfélagsmiðlum heima í stofu eða í Hammertown (pittinum). Í Kubbnum verður síðan spjaldtölva með Bluetooth GPS loftneti sem búið er að hlaða inn leiðinni svo ökumaður rati brautina og villist ekki af leið.

Test run with the Jensen Bros

Posted by Kubbur on Tuesday, February 4, 2020

Magnús náði ekki að klára runnið í undanúrslitunum því öxlar og jógi brotnuðu. Það var á tímabili ekki víst hvort hann hefði misst tækifærið á að keppa í stóru keppninni en kom svo í ljós að hann komst áfram í aðalkeppnina!

Eftir frábæra byrjun í aðalkeppninni þá bræddi mótorinn úr sér en hann náði 50 mílum í einni af erfiðustu keppni í þessum flokki.
Kubbur er úr leik en við göngum sátt frá og upp í áhorfendastúku, kom fram á facebooksíðu Kubbs.

Hægt er að lesa meira hér um undirbúninginn.

Kubbur ræsir í the ultimate desert race, King og the Hammers

Kubbur ræsir í the ultimate desert race, King og the Hammers

Posted by Kubbur on Friday, February 7, 2020
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Heimasíða 1000 Andlit komin í loftið – Landinn fjallar um verkefnið í næsta þætti á Rúv
Mögnuð heimildarmynd um einu sönnu Eyjabítlana
Sunnudagskólinn kl 11:00
Kiwanesmenn gáfu krökkunum á Sóla hjálma
Það er alltaf stuð á Lundanum
7019 pysjur skráðar en á sama tíma fyrir fimm árum var fyrsta pysan að finnast

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X