Hoppaðu um Heimaey

Í dag hefur starfsemi nýjung í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum, svokallaður hop-on, hop-off strætó. Fyrirkomulagið á þjónustunni felst í því að keyrður er fyrirfram ákveðinn hringur á klukkustundarfresti, með fimm viðkomustöðum í kringum vinsælustu ferðamannastaði á Heimaey.

Eyjamaðurinn Sindri Ólafsson er forsprakki verkefnis og aðspurður um aðdragandann að því segir hann:

„ég hef starfað að hluta til í ferðaþjónustu í hátt í áratug, bæði á sjó og landi og alltaf þótt starfsvettvangurinn skemmtilegur og gefandi. Það hefur verið gegnumgangandi í samtölum við hinn almenna ferðamann að þeir eru afar spenntir að sjá lundann okkar og er þetta verkefni ekki síst til þess fallið að gera gestum okkar það auðveldara. Auðvitað eru góðir aðilar að bjóða upp á flotta skipulagðar ferðir á þessa staði. Þetta verður bara einn möguleiki til viðbótar.“

Hvaða áhrif telur hann að verkefnið komi til með að hafa?

„Fyrst og fremst auðveldar þetta ferðamönnum að njóta alls þess sem Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða með hagkvæmum, fljótlegum hætti og eftir eigin höfði. Þetta vonandi dregur úr þörf ferðamanna á að taka með sér einkabílinn yfir og gæti þannig dregið úr bílaumferð og létt á farþegadekki Herjólfs sem gjarnan er yfirfullt á þessum sumarmánuðum.“

Hvernig hafa viðtökurnar verið?

„Afar góðar, vinir mínir í ferðaþjónustunni hafa gefið mér góð ráð og mál manna að samgöngumáti sem þessi sé löngu orðinn tímabær. Það verður svo bara spennandi að sjá hvernig aðsóknin verður og hvernig verkefnið mun þróast til framtíðar. Þeir sem vilja vita meira geta kíkt inn á hopon.is,“ sagði Sindri að lokum.

Stoppin og tímaáætlun

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search