Hólmfríður í fyrsta sæti hjá VG í Suðurkjördæmi

Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum, varð hlutskörpust í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi og leiðir því lista flokksins við kosningar í haust. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður, varð í öðru sæti og Sigrún Birna Steinarsdóttir, háskólanemi og formaður Ungra Vinstri grænna, varð þriðja.

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður varð í fjórða sæti í forvalinu. Hann skipaði annað sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu Alþingiskosningum en sóttist eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi að þessu sinni.

Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, varð fimmta.

Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, bauð sig fram í fyrsta sæti en var ekki á meðal fimm efstu í prófkjörinu.

Alls buðu átta sig fram en aðeins er uppgefin staða þeirra sem urðu í fimm efstu sætunum og skipa fimm efstu sæti listans fyrir komandi kosningar.

Ari Trausti Guðmundsson var kosinn á þing fyrir Vinstri græn í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Hólmfríður fékk 165 af 456 greiddum atkvæðum í fyrsta sæti. Heiða Guðný fékk 188 atkvæði í fyrsta og annað sæti. Sigrún Birna fékk 210 atkvæði í þrjú efstu sætin og Kolbeinn 176 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti. Helga hlaut 264 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti.

Forsíðumynd: Hólmfríður Árnadóttir, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir og Sigrún Birna Steinarsdóttir. Ljósmynd/samsett

ruv.is greindi frá þessu í fyrr í dag.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search