Þriðjudagur 5. desember 2023

Hólmfríður Árnadóttir vill leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til að leiða lista VG í Suðurkjördæmi í næstu Alþingiskosningum.

Ég er menntunarfræðingur, M.Ed. og skólastjóri Sandgerðisskóla með víðtæka kennslu- og stjórnunarreynslu. Þá hef ég gengt ýmsum ábyrgðarstöðum, er nú i samninganefnd SÍ, sat í stjórn Skólastjórafélags Reykjaness og er nú í áfallateymi Rauða krossins á Suðurnesjum.

Helstu baráttumál mín eru velferð barna og fjölskyldna á öllum tímum, þekki ég málefni barna og ungmenna vel af eigin raun í gegnum fjölbreytt störf mín og sem fimm barna móðir. Ég hef verið virk í starfi VG undanfarin ár, er formaður svæðisfélags Vinstri grænna á Suðurnesjum, hef setið í velferðarnefnd, mennta- og menningarmálanefnd og er í flokksráði.

Í gegnum störf mín í stjórnmálum tel ég skipta miklu máli að áherslur Vinstri grænna fái stóraukið vægi í því fjölbreytta, gjöfula umhverfi og náttúru sem Suðurlandið er. Hvort sem stutt er við það sem fyrir er nú þegar eða ný tækifæri og verðmæti. Grænn iðnaður og landbúnaður, fjölbreytt ferðaþjónusta og menntunarmöguleikar og skapandi mannlíf er það sem við þurfum að styðja við og efla.

Við þurfum að taka vel utan um unga fólkið okkar, huga að lýðheilsu, geðheilbrigði og forvörnum hvort sem er í námi eða tómstundum. Íþrótta- og æskulýðsstarf þarf að efla enn frekar og auka þarf aðgengi allra að tómstundum við hæfi. Þá þarf einnig að horfa til fjölbreyttari atvinnumöguleika og samfélags þar sem vel er stutt við fjölmenningu, listir og menntun fyrir alla.

Ég treysti mér og óska eftir stuðningi til að leiða listann með jafnrétti, jöfnuð, lýðræði, sjálfbærni, umhverfisvernd, fjölmenningu og réttlæti að leiðarljósi.

Bestu kveðjur, Hólmfríður

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is