Föstudagur 23. febrúar 2024

Hollvinasamtökin styðja við bakið á heimilisfólki Hraunbúða með margvíslegum hætti

Í gær fór fram formleg afhending á ýmsu sem Hollvinasamtök Hraunbúða hafa fært dvalarheimilinu undanfarin tvö ár.

Má þar nefna nuddstól, nýtt sjónvarpskerfi sem færði heimilisfólki mun betri sjónvarpsgæði og fjölbreyttari dagskrá. Area Zone loftdýna frá Fastus sem stillir sig sjálf eftir þyngd skjólstæðings, Albatros hjólastóll frá Stoð og Sara Stedy skutla frá Fastus.

Ásamt þessu hafa Hollvinasamtökin boðið heimilisfólki upp á ýmsa tónleika og veislu frá Einsa Kalda, stóla yoga með Hafdísi Kristjáns, tónlistaratriði á Goslokunum ásamt árlegum viðburðum eins og Vorhátíð, þrettándakaffi, páskabingói og sunnudagsbíltúrum.

Í færslu á facebook-síðu samtakana segir að samtökin séu alltaf að leita leiða til að gleðja fólkið okkar á Hraunbúðum.

„Við tökum fagnandi við öllum ábendingum af afþreyingu fyrir þau og hlökkum mikið til að geta tekið þátt í enn fleiri góðum og gefandi verkefnum á komandi mánuðum. Við viljum svo nota tækifærið og þakka okkar styrktaraðilum fyrir stuðninginn, án ykkar væri þetta ekki hægt og í leiðinni benda þeim sem vilja slást í hópinn með okkur með 2500 króna ársgjaldi að hafa sambandi við okkur á Facebook.” segir að endingu í færslunni.

Óhætt er að þakka forsvarsmönnum samtakana fyrir frábært framtak til að stuðnings heimilisfólki Hraunbúða.

Hér eru reikningsupplýsingar Hollvinasamtakanna fyrir þá sem við vilja styðja við samtökin : 582-26-200200- 4203170770

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search