Höldum hrekkjavöku eingöngu heima öryggisins vegna! – Tígull.is – Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Screenshot 2020-10-28 at 18.46.37

Höldum hrekkjavöku eingöngu heima öryggisins vegna!

28.10.2020

Laugardaginn 31. október er hrekkjavaka sem sífellt hefur notið meiri vinsælda hér á landi og víða hefur skapast sú hefð að börn gangi í hús með „grikk eða gott“.
Að teknu tilliti til þess að enn er í gildi neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 hvetja almannavarnir foreldra og forráðamenn að halda upp á hrekkjavökuna með börnum sínum með öðru sniði í ár.
Veiran getur svo auðveldlega smyglað sér á milli staða og einstaklinga enda snertifletirnir margir þegar gengið er hús úr húsi til að fá sælgæti. Áhættan við að fá smit er afar mikil eins og staðan er núna.

Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að kynna sér hugmyndir á hrekkjavöku frá

Heimili og skóli – Landssamtök foreldra. Finnum aðrar og öruggar leiðir til að halda upp á hrekkjavökuna enda margt hægt að gera eins og að klæða sig í búninga og skreyta innandyra sem utan.
Hægt er að fara í ratleik eða fjársjóðsleit utandyra án þess að banka upp á hjá nágrönnum.
Við erum öll almannavarnir, höldum áfram að vinna að því saman að fækka smitum og komast á betri stað en við erum í dag.
Við getum gert þetta saman og samstaða er besta sóttvarnaraðgerðin.
Greint er frá þessu á vef Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Út fyrir bókina – ný heimasíða utfyrirbokina.is
Jólasveinaklúbbur 2020
Sektarlaus vika á Bókasafni Vestmannaeyja!
Skora á umhverfis og skipulagsráð Vestmannaeyja
Týnd í 47 ár en er nú komin í réttar hendur
Guðdómlega fallegur fluttningur hjá Unu og Söru Renee á laginu The Prayer

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is