Miðvikudagur 24. apríl 2024

Hlýtt veður og mikill rigning á gamlársdag

Það spá­ir hlýju veðri, mik­illi rign­ingu og strekk­ings­vindi víðast hvar um landið á gaml­árs­dag og lít­ur því ekki vel út fyr­ir sprengju­sér­fræðinga lands­ins. Spá­in gæti þó breyst á næstu dög­um.

„Þær hafa verið mjög flökt­andi spárn­ar og það er ekki hægt að segja neitt ákveðið nema að það er út­lit fyr­ir að það verði hlýtt og rign­ing,“ seg­ir Þor­steinn V. Jóns­son, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Þeir á Norðaust­ur­landi gætu sloppið við úr­helli en það verður þó að öll­um lík­ind­um skýjað. Það verður „ekki beint stjörnu­bjart­ur him­inn“.

„Það verður ekk­ert sér­stakt flug­elda­veður, nema þá bara að meng­un­in ætti ekki að vera til vand­ræða. Ef það er sæmi­leg­ur vind­ur þá mynd­ast ekki reykjar­mökk­ur eins og ger­ist þegar það er lygnt. Það verður ekki frá­bært flug­elda­veður en ekki það slæmt að fólk láti það stoppa sig,“ bæt­ir hann við.

Á ný­árs­dag gæti svo kólnað á nýj­an leik með til­heyr­andi snjó­komu eða slyddu.

Veður­horf­ur á land­inu næstu daga

Á laug­ar­dag:
Suðaust­læg átt, 8-15 m/​s og rign­ing eða slydda með köfl­um, hvass­ast syðst og vest­ast, en þurrt að kalla NA til. Hiti 0 til 7 stig, hlýj­ast sið S-strönd­ina.

Á sunnu­dag:
Suðlæg eða breyti­leg átt, 3-10 m/​s og slydda eða rign­ing með köfl­um, en lít­ils­hátt­ar snjó­koma um tíma N-lands. Hiti 0 til 5 stig.

Á mánu­dag:
Vest­læg átt og skúr­ir eða él, þurrt fyr­ir aust­an. Hiti kring­um frost­mark.

Á þriðju­dag (gaml­árs­dag­ur):
Ákveðin suðlæg átt með rign­ingu og sums staðar slyddu, en þurrt NA-lands fram á kvöld. Hlýn­andi veður í bili.

Á miðviku­dag (ný­árs­dag­ur):
Útlit fyr­ir breyti­leg­ar átt­ir með snjó­komu eða slyddu í flest­um lands­hlut­um og kóln­andi veður.
Spá gerð: 26.12.2019 07:52. Gild­ir til: 02.01.2020 12:00.

Hug­leiðing­ar veður­fræðings

Hlýn­ar all­nokkuð næstu daga og um­hleyp­ing­ar um allt land. Tals­verð óvissa er í spám og breyt­ast tals­vert milli keyrslna. Næstu þrír til fjór­ir dag­ar nokkuð ljós­ir en samt eru hlý­ind­in ekki mjög mik­il og því stutt í slyddu og jafn­vel snjó­komu.
Ef fólk hygg­ur á ferðalög fyr­ir ára­mót er æski­legt að fylgj­ast náið með veður­spám og færð á veg­um svo all­ir kom­ist þangað sem för­inni er heitið.

Veður­vef­ur mbl.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search