Hlynur Andrésson hljóp á besta tíma Íslendings frá upphafi í míluhlaupi þegar hann kom í mark á 4:03,61 mínútu. Hlaupið var á innanhúsmóti í Írlandi og varð Hlynur í sjöunda sæti í hlaupinu.
Fyrir hafði Trausti Þór Þorsteins hlaupið hraðast Íslendings eða á 4:05,58 mínútum. Trausti náði þeim árangri í Bandaríkjunum fyrir tæpum mánuði síðan en þá var hann að bæta tíma Hlyns frá 2017.