Hlynur Már heiðraður fyrir hetjulega björgun

Sjómannadagsráð Vestmannaeyja sæmdi Hlyn Má Jónsson vert á Lundanum, heiðursskildi fyrir hetjulega björgun sjómanns úr höfninni í Vestmannaeyjum þann 27. febrúar 2024. Hlynur er sonur Jóns Inga Guðjónssonar og Aldísar Atladóttur.
Hann er kvæntur Huldu Sif Þórisdóttur og þau eiga Bjart Leó, Elínu Sif og Jökul Má.

Valmundur Valmundarson formaður Sjómannasambands Íslands afhenti viðurkenningar á hátíðardagskrá Sjómannadagsins á Stakkagerðistúni í dag og fór yfir atvikið.

Málsatvik voru þau að Hlynur er að skutla tveimur áhafnarmeðlimum af Kap II Ve um borð. Annar fer strax um borð en hinn er í smá spjalli í bílnum hjá Hlyni. Sá fer síðan og röltir upp landganginn sem var illa eða ekki festur við skipið. Þegar hann er kominn langleiðina um borð teygir félagi hans, sem var um borð, sig í hann en fellur við og steypist með höfuðið á undan milli skips og bryggju. Hlynur sér þetta útundan sér en hann var að snúa bílnum við. Hann bregður skjótt við og hleypur til. Sá sem var í landgangnum fraus alveg og gat ekki gert neitt. Hlynur ætlar að príla niður til mannsins en hættir við sem betur fer. Hann fer um borð og finnur færi á belg sem hann kastar til mannsins sem er með meðvitund allan tímann. Maðurinn nær taki á færinu og vefur honum um hendina. Nú nær Hlynur að hringja í 112 og tilkynna slysið. Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang að sögn Hlyns og hann hrósar þeim í hástert. Tveir lögreglumenn komu fyrstir og síðan fólk úr björgunarsveitinni og slökkviliðinu. Lögreglan er með Björgvinsbelti í bílnum sem þeir notuðu til að ná manninum úr sjónum. Maðurinn hafði kramist að minnsta kosti þrisvar sinnum á milli skips og bryggju áður en honum var bjargað.
Hlynur vill taka fram, og leggur til, að Björgvinssbelti ætti að vera á hverjum landgangi sem tengir skip og bryggju. Hann vonar að enginn þurfi að lenda í svona lífsreynslu og til þess þarf fyrirbyggjandi aðgerðir.

Hlynur Már Jónsson hafðu þökk fyrir að bjarga manni í nauð. Takk fyrir að leggja þig í hættu fyrir aðra. Sjómannadagsráð Vestmannaeyja sæmir þig heiðursskildi og merki fyrir björgunina og þakkar í leiðinni þeim sem að björgunninni komu. Lögreglunni í Vestmannaeyjum, Björgunarfélagi Vestmannaeyja og Slökkviliði Vestmannaeyja.

Njóttu sæmdar þinnar Hlynur Már.

 

Ljósmynd/Addi í London.

Gísli Matthías Sigmarsson, formaður Sjómannadagsráðs, Hlynur Már og Ríkharður Stefánsson í Sjómannadagsráði.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search