Föstudagur 23. febrúar 2024
Hlynur - jói myndó

Hlynur valinn langhlaupari ársins

Í þrettánda skiptið stendur vefsíðan hlaup.is fyrir vali á langhlaupara ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. Þá er einkum verið að horfa til afreka í götu- og utanvegahlaupum eða annarri keppni í langhlaupum. Alls voru sex tilnefndir í hvorum flokki.  Í kvennaflokki var það Andrea Kolbeinsdóttir sem hlaut hnossið en í karlaflokki var það Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson. Er þetta í annað skiptið sem Hlynur hlýtur þennan titil.

Hlynur Andrésson er fluttur til Ítalíu frá Hollandi og æfir það undir leiðsögn eins frægasta og besta langhlaupara Ítalu, Stefano Baldini, en hann vann Ólympíugull í maraþoni 2004. Hann er með góða æfingafélaga, en æfir sérstaklega með ítalska metahafanum í 10 km hlaupi. Hlynur stefnir á Ólympíulagmark fyrir næstu Ólympíuleika sem þýðir að líklega þarf hann að fara undir 2:10. Fyrsta tilraun að þessu lágmarki verður vorið 2023.

Í viðtali á hlaup.is segir Hlynur fókusinn núna vera á 10 km götuhlaup, en hann stefnir á EM lágmark í því, sem þýðir að hann þarf að ná 28:15 og þar með bæta sig um 20 sekúndur. EM er í lok ágúst og að því loknu er stefnan sett á HM í hálfu maraþoni. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search