20.09.2020
Nýr glæsilegur vefur hlaup.is fór í loftið fyrr í mánuðinum. Þar er flott viðtal við Hlyn Andrésson sem var að bæta sitt eigið met í 10.000 metra hlaupi í hollenska meistaramótinu í gær.
Hér er frétt frá fri.is
Hlynur Andrésson bætti í gær eigið met í 10.000 metra hlaupi á braut. Metið setti hann á hollenska meistaramótinu. Hlynur kom í mark á 28:55,47 mínútum og bætti eigið met um tæpa hálfa mínútu. Fyrra met Hlyns var 29:20,92 mínútur frá árinu 2018.
Hlynur fékk mjög harða samkeppni en sá sem kom fyrstur í mark í hlaupinu var frá Kenýu og var tími hans 26:58,97 mínútur sem er besti tími ársins í heiminum. Hlynur varð níundi í mark og fjórði af þeim sem kepptu á hollenska meistaramótinu en gestaþátttaka var leyfð.
Hér er svo viðtal sem Torfi hjá hlaup.is tók við Hlyn:
Hlynur Andrésson er einn okkar albesti hlaupari, á samtals átta Íslandsmet í langhlaupum, fimm utanhúss og þrjú innanhúss. Metin eru í vegalengdum frá þremur kílómetrum og upp í tíu. Í upphafi árs setti Hlynur stefnuna á Ólympíuleikanan í Tokyo en leikunum var frestað um ár eins og alþjóð veit. Það er hins vegar engan bilbug að finna á Hlyni sem hefur augastað á Ólympíuleikunum sem fara fram að ári.
Hlynur hefur verið búsettur erlendis lengi, fyrst í Bandaríkjunum þar sem hann lagði stund á nám í líffræði en nú býr hann í Hollandi. Hlaup.is setti sig í samband við Hlyn og heyrði í honum hljóðið á þessum tímum sem eru svo krefjandi fyrir hlaupara, eins og reyndar alla aðra.
Forsíðumyndina tók snillingurinn Jói Myndó í Vestmannaeyjahlaupinu um daginn.