Hlynur á nýju Íslandsmeti á HM | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Hlynur - jói myndó

Hlynur á nýju Íslandsmeti á HM

17.10.2020

Heimsmeistaramótið í hálfu maraþoni fór fram í Póllandi í morgun þar sem fjórir íslenskir keppendur voru á meðal þátttakenda.

Efstur af íslensku keppendunum var Hlynur Andrésson sem lenti í 52. sæti af þeim 122 keppendum sem hófu hlaupið. Hlynur kom í mark á tímanum 1:02:47 sem er nýtt Íslandsmet.* Gamla Íslandsmetið átti Kári Steinn Karlsson sem hann setti árið 2015 og var það 1:04:55. Hlynur var að bæta sig töluvert en fyrir hafði hann hlaupið vegalengdina hraðast á 1:09:08.

Andrea Kolbeinsdóttir bætti sinn besta árangur þegar hún kom í mark á tímanum 1:17:52 og varð í 82. sæti. Alls hófu 105 konur keppni í morgun og 101 kláruðu hlaupið. Með árangrinum var Andrea að færast upp í annað sæti íslenska afrekalistans en hún átti þriðja besta árangur íslenskrar konu fyrir. Aðeins Íslandsmethafinn, Martha Ernsdóttir, hefur því hlaupið vegalengdina hraðar en Andrea gerði í dag.

Einnig kepptu Elín Edda Sigurðardóttir og Arnar Pétursson í morgun. Elín Edda kom í mark í 101. sæti á tímanum 1:24:20 sem er tæpum fimm mínútum frá hennar besta árangri. Elín meiddist í hlaupinu en tókst samt sem áður að klára hlaupið og komast í mark. Arnar Pétursson þurfti því miður að hætta keppni vegna magaverks.

 

Hér má sjá heildarúrslit hlaupsins og hér fyrir neðan má sjá upptöku af hlaupinu.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Ör hugvekja á sunnudegi – séra Guðmundur Örn með hlý orð
Sólakrílin syngja og dansa sig inn í helgarfríið
Fimm litlum pysjum sleppt í gær í lok tímabils
Rafstöð og ljósabúnaður fyrir hindranaljós á Heimaklett kemur vel út á klettinum
Starfsemi og helgihald Landakirkju
Lagfæringar á gönguleið í Dalfjalli

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X