Hlynur - jói myndó

Hlynur á nú sjö Íslandsmet

Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson bætti Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi á sunnudaginn sl.en aðeins er vika síðan Baldvin Þór Magnússon bætti þá vikugamalt met Hlyns

Hlynur kom sjötti í mark á tímanum 13:41,06 mínútum og bætti met Baldvins um tæpar fjórar sekúndur. Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi hefur fallið fjórum sinnum á tímabilinu.

Í mars bætti Baldvin tveggja ára met Hlyns á Raleigh Relays í Raleigh, North Carolina um rúmar tólf sekúndur og kom í mark á 13:45,66 mínútum. Þann 3. júlí bætti Hlynur met Baldvins á KBC Nacht mótinu í Heusden-Zolder í Belgíu þegar hann kom í mark á 13:45,20. Viku seinna bætir Baldvin metið enn og aftur á EM U23 þar sem hann vann til bronsverðlauna á tímanum 13:45,00.

Hlynur er búinn að eiga frábært tímabil og hóf hann það með Íslandsmeti í fyrsta maraþonhlaupinu sínu. Hann hljóp á tímanum 2:13:37 og var tveimur mínútum frá lágmarkinu á Ólympíuleikana.

Ég var frekar niðurdreginn eftir að misst Ólympíulágmarkið í maraþoni rétt í endann í Dresden og aðallega þá vegna slæmra veðuraðstæðna. Ég tók mér tvær vikur í hvíld eftir það og ákvað svo að setja mér það markmið að hlaupa lágmörkin fyrir EM í Munich á næsta ári, bæði í 5000 og 10,000 metrum segir Hlynur í viðtali á vefnum fri.is 

Það er að sé ekki búið að gefa þau út, þá býst Hlynur við að þau verða svipuð og í fyrir París 2020, sem voru 13:44 í 5000 metrum og 28:50 metrum.

Hlynur á nú sjö Íslandsmet utanhúss:

 • 3000 m 8:01,37
 • 5000m 13:41,06
 • 10.000m 28:55,47
 • 10km götuhlaup 29:49
 • Hálft maraþon 1:02:47
 • Maraþon 2:13:37
 • 3000m hindrun 8:44,1

 

Ég er aðallega bara að reyna að sjá hversu hratt líkaminn minn getur hlaupið. Íslandsmet verða alltaf slegin og maður hefur enga stjórn yfir þeim, þannig ég einbeiti mér bara að því að njóta íþróttinnar og að keppa og reyna að komast að hver mín persónuleg takmörk eru .

Nú fer tímabilið að ljúka hjá Hlyni og á hann aðeins eitt hlaup á braut eftir sem er 3000 metra hlaup í ágúst.

Það eru tvö atriði sem standa helst upp úr. Fyrsta er Evrópubikar í 10,000m í Júní í Birmingham og að hlaupa 28:36, sem er minn besti árangur á brautinni yfir heildina. Seinna var svo að vera með landsliðinu í Búlgaríu á Evrópubikar og að vinna 5000m fyrir Íslandshönd með miklum yfirburðum, það var sérstaklega ljúf tilfinning segir Hlynur að lokum. 

Forsíðumyndina tók Jói myndó í Vestmannaeyjahlaupinu eitt árið.

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is