Þriðjudagur 26. september 2023

Hlutirnir farnir að rúlla aftur

13.05.2020

Með hækkandi sól, afléttingu á bönnum og fækkun á Covid 19 tilfellum fer vonandi að verða pláss fyrir fleiri jákvæðar og skemmtilegar fréttir á samfélagsmiðlunum.

Eins og gefur að skilja hafa undanfarnar vikur verið meira og minna undirlagðar af Covid 19 og hefur fátt annað komist að.
Líkt og hjá mörgum öðrum stofnunum og fyrirtækjum þá hefur starfsemi slökkviliðsins verið með óhefðbundnu sniði undanfarinn mánuð, en í dag er réttur mánuður síðan æfingar o.fl. voru felldar niður, stöðinni lokað fyrir almenningi og liðinu skipt upp í þrjár aðskildar vaktir, allt með það að markmiði að minnka samneyti og mögulegt smit á mili manna og að geta haldið eðlilegu viðbragði í neyðartilvikum.

Nú eru sem betur fer hlutirnir hægt og rólega að færast í eðlilegt horf aftur og var fyrsta æfingin eftir þessi ósköp haldin s.l. laugardag.
Við megum samt ekki sofna á verðinum í sumar, þetta ástand er því miður ekki búið, hvorki hér né annarstaðar í heiminum. Virðum því þau boð og bönn sem í gildi eru, viðhöldum 2 m reglunni eins og kostur er, pössum upp á handþvott og sprittun og umfram allt beitum almennri skynsemi

Eitt er það þó sem faraldurinn hefur sem betur fer ekki náð að breyta að neinu marki en það er uppbygging á nýju slökkvistöðinni okkar sem miðar örugglega áfram en í dag var fyrsta steypan látin renna í mótin…….nú fara hlutirnir að gerast hratt

Sólarkveðjur og gleðilegt sumar

Slökkviliðsstjóri

Greint er frá þessu á facebooksíðu Slökkviliðsins.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is