Stefán Jakobsson eða Stebbi Jak eins og hann er betur þekktur, tekur þátt í söngleiknum Grease
Hvaðan ertu / ólst upp?
Ég ólst upp í fegurstu sveit landsins, Mývatnssveit
Hvað er um að vera núna þessa dagana hjá þér Æfingar fyrir Greace eru ekki hafnar ennþá. Á daginn kenni ég tónlist í Grunnskóla Reykja-hlíðar, auk þess sem ég bralla mikið í húsinu mínu, sinni því sem má sinna í tónlist og er fjölskyldufaðir
Hvað er uppáhaldslagið þitt í sýningunni? “The one that I want”
Ertu með einhverjar tengingar til Eyja? Já afi minn Stefán Jónsson bjó í Engey. En hann lést þegar mamma var unglingur svo ég kynntist honum aldrei. Ég á hinsvegar slatta af ættingjum frá Eyjum sem ég held ágætu sambandi við.
Eftirminnilegasta minning þín sem tengist Eyjum? Þegar ég hljóp tábrotinn í hermannastígvélum uppá Heimaklett til að njóta útsýnisins og taka selfie.
Hvernig myndir þú lýsa síðasta ári – hvernig var það fyrir þig?
Skrýtið, ljúft og lærdómsríkt.
Ef þú ættir að taka það jákvæða út úr árinu 2020 – hvað væri það helst?
Að það liggur ekkert á.
Hvernig myndir þú lýsa drauma-gigginu þínu?
(Ef þú gætir spilað hvar sem er með hverjum sem er á hvaða tímabili sem er)
Ég hef nú þegar upplifað meira en ég bjóst við að upplifa á sviði og ég hef tamið mér það að drauma giggið er það sem ég er að sinna þá stundina.
En fyrst allt er opið væri gaman að setja saman band sem inniheldur sinfoníu, Queen, Primus, NIRVANA, Þursaflokkinn, Metallica, Dolly Parton ásamt nokkrum fleirum og sjá hvaða djöflasýra kæmi út úr því.
Ljósmynd: Ólöf Erla Einarsdóttir