Hljóp 46 km með 3700 metra hækkun

Friðrik Benediktsson tók þátt í Mt. Esja Ultra þann 20. júní síðastliðinn. Hann hlóp 46km með 3700m hækkun.
Tígull heyrði í Frikka og fékk hans upplifun á hlaupinu.


“Þetta var svakaleg lífsreynsla að reyna við þetta og alveg svakalega erfitt og er ég frekar sáttur að klára þetta því að þetta er talið eitt af 3 erfiðustu hlaupum í N-Evrópu sem ég get vel trúað,” segir Friðrik.


Hvernig æfir maður fyrir svona stórt hlaup?
Ég er búinn að vera með hlaupa-prógram frá Sigurjóni Erni og það alveg 100% skilaði því að ég gat klárað þetta hlaup, mæli ég 100% með Sigurjóni Erni sem hlaupaþjálfara.


Nafn og aldur – Friðrik Benediktsson, 37 ára, 83 módel.
Fæddur og uppalinn – Fæddur í Reykjavík en bjó á Húsavík í 3 ár en er svo alinn upp í Grafarvogi frá 9 ára aldri.
Fjölskylda – Giftur Kolbrúnu Jónsdóttur og saman eigum við Ronju Lísbet, Emil Elvis og Karítas Ídu.
Hvenær byrjaðir þú að hlaupa svona af krafti?
Mér þótti alltaf ótrúlega leiðinlegt að hlaupa og reyndi alltaf að komast upp með það að sleppa öllum hlaupum sem barn og unglingur. Fór svo út að skokka 17. ágúst 2018 rétt eftir að Karítas Ída fæddist og fékk eigilega sjokk hvað ég var í lélegu formi. Þannig byrjaði ég í ágúst 2018.
Hvað æfir þú oft í viku og æfir þú eitthvað meira en hlaup?
Ég er með 4 hlaupaæfingar í viku sem eru 3 interval æfingar kl 5:30 á morgnana og 1 æfingu um helgar sem eru lengri hlaup 25-40 km.
Ég geri svo styrktaræfingar 2x í viku. Á mjög þolinmóða konu.
Bestu hlaupaskórnir?
Ég er algjör skó fíkill á ON skó sem ég mæli svakalega mikið með,en er komin í Brooks líka í fjallahlaupunum.
Ertu á ströngu mataræði með þessu?
Ég er í raun ekki á neinu sérstöku mataræði en ég fasta 16/8 alla daga og tek 24 klst föstu 1 sinni í mánuði.
Eitthvað að lokum?
Bara það að halda áfram þegar hlutirnir verða erfiðir og að gefast ekki upp það geta allir hlaupið sem vilja það.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search