Miðvikudagur 17. apríl 2024

Hljóp 33,5 km tábrotinn endaði í 113,9 km

Bakgarður Náttúruhlaupa var haldinn í gær í annað sinn. Í ár tók eyjamaður Friðrik Benediktsson þátt og endaði hvorki meira né minna á að hlaupa 17 hringi sem eru 113,9 km.

Þegar Tígull heyrði í Frikka þá var hann nýkomin heim á eyjuna, við að sjálfsögðu spyrðum hvernig heilsan væri í dag ?

Hljóp 33,5 km tábrotinn

Ekkert spes góð segir hann, ég er með slæmt nuddsár í hnésbótinni. En annars er ég fínn í skrokknum.. já alveg rétt svo tábrotnaði ég þegar ég sparkaði í stein á 12 hring en það dofnaði fljótt svo fann ekki meira fyrir því í hlaupinu en finn vel fyrir því í dag.

Markmiðið var að hlaupa alltaf allavega 15 hringi og draumurinn voru 20 ég endaði svo í 17 og er reynslunni ríkari og mjög sáttur með þennan árangur. Frikki ætlar klárlega að taka þátt að ári og hvetur ykkur lesendur til að koma með. En hann ætlar ekki að hlaupa né hugsa um hlaup næstu 3 vikurnar sagði Frikki að lokum.

Tígull óskar Frikka innilega til hamingju með hlaupið.

Flestir geta hlaupið 6,7 km á innan við 60 mín

Hlaupin er 6,7 km hringur á hverjum klukkutíma. Sá sem hleypur flesta hringi er sá eini sem klárar hlaupið og stendur uppi sem sigurvegari. Til að klára hlaupið verður viðkomandi að klára síðasta hringinn einn. Allir hringir verða ræstir á heila tímanum og er mikilvægt að koma sér á ráslínu tímanlega fyrir hvern hring.

Þessi keppni snýst ekki um hraða

Áherslan er á að njóta náttúrunnar og félagsskapsins. Á milli hringja verður einstök stemning. Sá sem síðast yfirgefur partýið sigrar

Mögnuð hlaupadrottning, trallandi og hvetjandi alla áfram ALLAN TÍMAN

Eftir hetjulegt einvígi milli Birgis Sævarssonar og Mari Jaersk sem stóð yfir í nokkra hringi, var það Mari Jaersk sem sigraði Bakgarð Náttúruhlaupa 2021 eftir 25 hringi, 25 klukkustundir og 167,5 km!

Mari hefur alltaf tíma til að pósa fyrir mynd, þessi mynd er tekin af ljósmyndara hlaupsins í gær Gumma.

Ofur stelpu konan Mari Järks sigraði sem sé hlaupið í ár með að hlaupa 25 hringi eða 167,5 km. Þessi vinkona okkar er sannkallaður stuðpinni og í þessu hlaupi var það engin undantekning. Mari hvatti áfram alla í brautinni syngjandi og trallandi alla 25 klukkutímana í hlaupinu tja nema í síðasta hringum hljóp hún ein syngjandi sjálfan sig áfram.

Það þarf klárlega fleiri Mari Järks í heiminn, til hamingju ofur stelpa með þennan flott árangur. Hér dæmi um gleðina sem fylgir henni Mari, hér erum við á leiðinni upp á Blátind daginn eftir The Puffin Run 9.maí síðastliðinn, og einmitt tókum upp auglýsinguna fyrir Tígul.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search