Hljómsveitin Molda er Vestmannaeyskt rokkband sem stofnað var í mars á þessu ári. Hugmyndin fæddist í febrúar við það að Helgi R Tórzhamar var að gefa út plötu. Hann fékk Albert til að syngja eitt lag á þeirri plötu og við ákváðum að telja í og eftir það var ekki aftur snúið, segir Helgi.
Allt eru þetta eyjapeyjar en hljómsveitina skipa; Albert Snær Tórzhamar söngvari, Helgi R. Tórzhamar spilar á gítar, Þórir R. Geirsson spilar á bassa og Birkir Ingason spilar á trommur.
Stefið af fyrsta laginu varð til fyrir 20 árum.
Helgi samdi stefið af fyrsta laginu fyrir 20 árum, hann var búin að skrifa nokkur stykk-orð sem svo þróaðist út í þetta lag og texta þegar Albert kom til sögunnar. Alls eru þeir búnir að semja fjögur lög. Þeir eru með fullt af hugmyndum í gangi svo þeir eru bara rétt að byrja.
Hér fyrir neðan má hlusta og sjá myndband við fyrsta lagið þeirra: “ Við sólarinnar eld “ .
Lagið er tekið upp í gamla bíósalnum og var upptökustjórn í höndum eðal peyjans Gísla Stef / Studio Almættið.
Video myndataka :
Ágúst Halldórsson, Arnar Júlíusson og Helgi Tórz.
Getið einnig nálgast lagið og eignast á Spotify: https://open.spotify.com/track/0BFVSNnNS5Lvsc51WjHlPV…
Þau sem vilja fylgjast meira með hljómsveitinni geta kíkt á þá á facebook / Instagram / Spotify – sjá linka fyrir neðan:
https://www.facebook.com/TheBandMolda
https://www.instagram.com/thebandmolda/