Laugardagur 13. ágúst 2022

- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Hljómsveitin Memm spilar á litla pallinum – spjall

Hljómsveitin Memm

Við hittum á Hafþór Elí söngvara bandsins Memm sem spilar á litla pallinum í fyrsta sinn á föstudeginum á Þjóðhátið frá klukkan 00:15 til 01:15.

Hvaða hljómsveitarmeðlimir eru í bandinu?

Við erum fimm í bandinu, Hafþór Elí Hafsteinsson söngvari, Guðný Emilíana Tórshamar bakraddir, Helgi R. Tórshamar á rafmagnsgítar, Ólafur Birgir Georgsson á kassagítar, Kristinn Jónsson á bassa og Símon Geir Geirsson á trommur.

Af hverju nafnið Memm?

það varð nú bara til á vaktinni um borð í Herjólfi þegar Helgi spyr mig en hvað með nafnið Memm, viltu vera Memm? Og mér leyst svo vel á það og þar með var það slegið!

Hefur bandið verið starfandi lengi?

Nei bandið er nánast ný byrjað, þetta eru allt hörku tónlistafólk og þá er eftir leikurinn auðveldur.

Hvernig tónlist spilið þið?

Við spilum bara helstu ball löginn og reynum að keyra upp hörku stemningu!

Hvert er framhaldið hjá bandinu?

Við ætlum að klára þjóðhátíðar giggið með stæl og sjá svo til.

Eitthvað að lokum?

Elskum friðinn og skemmtum okkur vel í dalnum!

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is