Hljómsveitin Huldumenn sendi frá sér Þúsund ára ríkið á dögunum

13.03.2020

Hljómsveitin Huldumenn sendi frá sér Þúsund ára ríkið á dögunum en platan er rökrétt framhald af tónlist og textum Gildrunnar úr Mosfellssveit.

Mannskapurinn er þaulvanur úr íslensku rokki og poppi undanfarinna áratuga allt frá Skriðjöklum til Vina vors og blóma, áðurnefndrar Gildru með viðkomu í Reggae on Ice og þess vegna myndu einhverjir segja að sveitin sé svokölluð súpergrúppa.

Birgir Haraldsson söngvari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari hafa fetað óræð einstigi rokksins árum saman. Samstarf þeirra hófst í hljómsveitinni Gildrunni sem starfaði 1986 til 2013 og gaf alls út 7 hljómplötur. Haustið 2018 hófst vinna við gerð Þúsund ára ríkis Huldumanna. Vinnan gekk í rólegheitum veturinn 2018 sem var hlýr og gefandi og um vorið var ljóst að margar hugmyndir höfðu fæðst. Sumar höfðu kviknað á staðnum en aðrar höfðu verið að malla í höfðum skáldanna um nokkurt skeið. Þegar svo var komið kölluðu þeir á Birgi Nielsen og Ingimund B. Óskarsson samstarfsfélaga úr Skonrokki til þess að taka að sér trommur og bassa og svo kom Jóhann Ingvason hljómborðleikari inn í hópinn.

Jóhann Ásmundsson bassaleikari Mezzoforte og samstarfsaðili og vinur til áratuga var boðinn og búinn til að taka upp plötuna og fóru upptökur fram í Stúdíói Paradís frá janúar til desember 2019. Það má segja að tónlist Huldumanna á Þúsund ára ríkinu sé í beinu framhaldi af því sem Gildran gerði enda er höfundur flestra texta á plötunni Þórir Kristinsson hirðskáld Gildrunnar en aðra texta eiga Bjarki Bjarnason og Guðni Már Henningsson. Ort er á kjarnyrtri íslensku og viðfangsefnið er vangaveltur um hermang, þjóðmál, nútímann og íslenska náttúru.

Birgir Haraldsson er þekktastur fyrir störf sín með hljómsveitinni Gildrunni úr Mosfellsbæ. Hann hefur enn fremur tekið þátt í margs konar tónleikum og uppfærslum, m.a. Skonrokki. Það lag sem skaut honum á söngstjörnuhimininn var Vorkvöld í Reykjavík 1990. Hann hefur samið um það bil 100 lög sem komið hafa út á hljómplötum með Gildrunni, 66, Gullfossi og nú Huldumönnum. Birgir gerði sólóplötu árið 2009.

Sigurgeir hóf ferill sinn á Ísbjarnarblús Bubba Morthens en síðan hefur hann leikið með ótal hljómsveitum og inn á mörg hundruð lög á geisladiskum. Sigurgeir gerði tónlist við heimildarmynd um Jón Pál Sigmarsson 2006 og sólóplötu 2015.

Birgir Nielsen hefur leikið inn á yfir 100 hljómplötur og mynddiska. Hann var stofnmeðlimur í hljómsveitunum Vinum vors og blóma, Sælgætisgerðinni, Landi og sonum, Klaufum, Skonrokki og Axel O band. Hann hefur gefið út tvær stórar plötur, Svartan 2 sem kom út 2015 og Útiklefann sem kom út 2018. Tónlist Bigga og stef hafa t.d. fengið brautargengi í innlendri kvikmyndagerð og fengið góðar viðtökur.

Ingimundur kemur úr hljómsveitunum Yrju, Reggae on Ice, Dúndurfréttum, Sixties, Giant Viking show, Ritvélum framtíðarinnar (Jónasi Sig), Gullfossi, CCR bandinu og Skonrokki. Hann hefur tekið þátt í tónleikauppfærslum hvers kyns, m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Færeyja. Jóhann hefur leikið með hljómsveitunum Skriðjöklum, Rokkbandinu, Sköllóttri mús, Hunangi, Sixties, Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar, Amigos, Öræfum og Geira Sæm og Hunangstunglinu svo einhverjar séu nefndar og auk þess tekið þátt í fjölda tónleikauppfærslna.

Þú getur hlustað á plötu vikunnar á Rás 2, Þúsund ára ríki Huldumanna í spilara hér að ofan ásamt kynningum á lögunum frá sveitinni.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search