29.05.2020
Eyjasynir er hljómsveit með ungum og upprennandi listamönnum sem öll hafa stundað nám við tónlistarskóla Vestmannaeyja.
Ætla nú að taka skrefið lengra með því að gefa út fjögur lög næstu fjóra föstudaga.
Fyrsta lagið er komið út og heitir lagið Heimaklettur.
Daníel Franz samdi lag við ljóðið hennar Kolbrúnar Vatnsdal sem heitir Heimaklettur. Einnig samdi Daníel viðlagið í laginu.
Arnar Júlíusson hefur séð um mixa lagið og taka upp fyrir þau. Þessi flotti hópur er allur að útskrifast úr 10. bekk núna í júní og eru því öll á 16. ári. Þau stefna á að gefa út plötu í sumar þar sem 8 – 10 lög verða gefin út.
Það er margt framundan hjá þeim meðal annars spila þau á árshátíð Grunnskóla Vestmannaeyja sem er haldin 4. júní og í Landakirkju þann 28. júní. Einnig stefna þau á að vera í einni krónni á goslokunum svo eitthvað sé nefnt.
Meðlimir hljómsveitarinnar eru:
Daníel Franz Davíðsson – söngvari og gítarleikari. Texta- og lagahöfundur.
Elísa Elíasdóttir – söngkona
Einar Örn Valsson – trommari
Arnþór Ingi Pálson – Gítarleikari
Eldur Antoníus Hansen – Bassaleikari
Bogi Matt Harðarsson – píanóleikari
Símon Þór Sigurðarsson – slagverks-leikari
Daníel Franz fékk þetta lag í hausinn í nóvember í fyrra og hefur verið að vinna í því síðan. Hann var alltaf í vandræðum með textann, þangað til hann var á labbinu upp á Heimaklett í Covid og sá ljóðið sem er á gestabókinni þar uppi. Frábært ljóð Eftir Kollu Vatnsdal í Kollukoti, og það passaði fullkomlega við melodíuna í laginu. Svo á leiðinni niður kom viðlagið í hausinn á mér og svo leiddi eitt af öðru sagði Daníel í spjalli við Tígul.
Tígull mun kynna hvert lag jafnóðum og þau koma út næstkomandi föstudaga inn á tigull.is
