Hljómsveitin Brek í Eldheimum í kvöld

Hljómsveitin Brek heimsækir Eyjar um helgina og heldur tónleika í Eldheimum í kvöld. „Við í hljómsveitinni Brek hlökkum gríðarlega mikið til að koma til í Eyja til að hlaupa í Puffin Run og halda svo tónleika í Eldheimum um kvöldið!,“ sagði Sigmar Þór Matthíasson bassaleikari sveitarinnar í samtali við Tígul.

Hljómsveitin Brek var stofnuð haustið 2018. Sveitin leikur aðallega frumsamda, alþýðu skotna, tónlist með áhrifum úr ýmsum áttum, en meðlimir sveitarinnar leggja mikla áherslu á að skapa áhugaverða en notalega stemningu í hljóðfæraleik sínum. Auk þess er lögð áhersla á fjölskrúðuga notkun íslenskrar tungu í textagerð.
Hljómsveitina skipa Harpa Þorvaldsdóttir söngkona og píanóleikari, Jóhann Ingi Benediktsson gítarleikari og söngvari, Guðmundur Atli Pétursson mandólínleikari og Sigmar Þór Matthíasson bassaleikari.

Síðastliðin tvö ár hafa verið viðburðarík hjá Brek þrátt fyrir heimsfaraldur. Þann 30. mars síðastliðinn hlaut Brek t.a.m. Íslensku tónlistarverðlaunin 2021 fyrir plötu ársins í flokki þjóðlaga- og heimstónlistar.

Tónleikarnir fara fram í Eldheimum í kvöld og hefjast kl. 20.00. Miðaverð er kr. 3.500.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search